Snillingarnir Elvar Logi og Samúel í Selárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2022 21:04 Elfar Logi ásamt Marsibil Kristjánsdóttur, konu sinni, sem leikstýrir honum í þeim verkum, sem hann leikur í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elvar Logi Hannesson hjá Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði hefur ekki setið auðum höndum í sumar því hann hefur verið að sýna einleik um Samúel í Selárdal, „Listamanninn með barnshjartað“, sem hefur vakið mikla athygli. Elvar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 en það er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Hann hefur sett upp fjölmargar sýningar með góðri aðstoð Marsibilar Kristjánsdóttur, eiginkonu sinnar, eins og um Gísla á Uppsölum og fjórar leiksýningar, sem tengjast ævi og verkum Steins Steinars svo eitthvað sé nefnt. Nú er það hins vegar einleikurinn um Samúel í Selárdal. „Jú, jú, maður hefur nú farið ófáar ferðirnar hérna yfir Selárdalsheiðina, bæði þegar við Salome mín fluttumst yfir í Tálknafjörð, baukuðum þar í einhverja áratugi, nú svo þegar við fluttum aftur hingað í Selárdal,“ segir Elvar Logi í texta úr verkinu. Elfar Logi Hannesson í hlutverki Samúels í Selárdal, „Listamanninum með barnshjartað“ en einleikurinn er sýndur í samkomuhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er samkomuhúsið í Haukadal í Dýrafirði og hér erum við með leikhús, atvinnuleikhús Vestfjarða, það er til húsa hér í þessum dal þar sem engin býr,“ segir Elvar Logi og hlær og bætir við. „Þetta er skal ég segja þér vinnustofa Samúels, sem er kallaður „Listamaðurinn með barnshjartað“ og hann var í öðrum dal hér í næsta firði, Selárdal og það var hann sem bjó sér til þessa veröld, sem er miklu flottari en Disney eða Lego eða eitthvað þannig. Þetta er svona harmskopleikur, líf hans er bæði átakanlegt og svo líka dásamlegt og eins og einhver leikhúsmaðurinn sagði, þá hreyfir þetta við manni,“ segir snillingurinn Elvar Logi. Facebook síða leikhússins Elvar Logi að sýna leikmyndina í samkomuhúsinu í Haukadal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Leikhús Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Elvar Logi Hannesson leikari stofnaði Kómedíuleikhúsið árið 1997 en það er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Hann hefur sett upp fjölmargar sýningar með góðri aðstoð Marsibilar Kristjánsdóttur, eiginkonu sinnar, eins og um Gísla á Uppsölum og fjórar leiksýningar, sem tengjast ævi og verkum Steins Steinars svo eitthvað sé nefnt. Nú er það hins vegar einleikurinn um Samúel í Selárdal. „Jú, jú, maður hefur nú farið ófáar ferðirnar hérna yfir Selárdalsheiðina, bæði þegar við Salome mín fluttumst yfir í Tálknafjörð, baukuðum þar í einhverja áratugi, nú svo þegar við fluttum aftur hingað í Selárdal,“ segir Elvar Logi í texta úr verkinu. Elfar Logi Hannesson í hlutverki Samúels í Selárdal, „Listamanninum með barnshjartað“ en einleikurinn er sýndur í samkomuhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er samkomuhúsið í Haukadal í Dýrafirði og hér erum við með leikhús, atvinnuleikhús Vestfjarða, það er til húsa hér í þessum dal þar sem engin býr,“ segir Elvar Logi og hlær og bætir við. „Þetta er skal ég segja þér vinnustofa Samúels, sem er kallaður „Listamaðurinn með barnshjartað“ og hann var í öðrum dal hér í næsta firði, Selárdal og það var hann sem bjó sér til þessa veröld, sem er miklu flottari en Disney eða Lego eða eitthvað þannig. Þetta er svona harmskopleikur, líf hans er bæði átakanlegt og svo líka dásamlegt og eins og einhver leikhúsmaðurinn sagði, þá hreyfir þetta við manni,“ segir snillingurinn Elvar Logi. Facebook síða leikhússins Elvar Logi að sýna leikmyndina í samkomuhúsinu í Haukadal.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Leikhús Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira