Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2022 11:50 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segist skilja að gúrkutíð sé í fjölmiðlum en ummæli hans séu ekkert tilefni til fréttaflutnings. Vísir/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Að hans mati virtust stjórnvöld ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sæki um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og skrifaði með deilingunni að auðvitað ljúgi hælisleitendur. Flestir komi hingað í von um meiri pening og betra líf. Hann bætti þá við þeirri spurningu hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Skjáskot af Facebook færslu Helga. „Ég veit ekki til þess að það sé skortur eða ofgnótt af hvorki rauðhærðum, né hommum né karlmönnum eða konum. Svona er nú bara fólk og við tökum þeim í samfélaginu eins og það kemur,“ segir Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna 78. Ummælin segi meira til um innræti vararíkissaksóknara en hælisleitenda. „Þetta bara staðfestir það sem við höfum fundið á eigin skinni, að það eru vissulega fordómar innan kerfisins og kerfislægir fordómar gagnvart bæði hinsegin fólki, innflytjendum og öðrum minnihlutahópum eru alveg greinilegir innan kerfisins. Þetta er enn ein staðfesting á því fyrir okkur sem lifum og hrærumst í að skoða það,“ segir Álfur. Spyr hvort kynhneigð réttlæti að fólk fái hæli umfram aðra Helgi Magnús segir í samtali við fréttastofu að hvorki sé óeðlilegt að menn ljúgi til um kynhneigð sína né að yfirvöld rannsaki það. Hann hafi þá ekki verið að tjá sig um málið sem fjallaði um í fréttinni sérstaklega, heldur almennt. Hann velti því jafnframt upp hvort kynhneigð fólks réttlætti það að það fengi hæli umfram aðra. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78.Vísir „Það er nú augljóst að þetta er skrifað inn í tíðarandann í dag og þá sem viðbragð við þessu. En eins og þessi dómur lítur út fyrir mér eins og ég skil hann þá er hann í rauninni ákveðinn áfellisdómur á að slíkar rannsóknir, ef það á að framkvæma þær, hafi ekki verið fullnægjandi og séu mjög hlutdrægar nú þegar. Þær hafa alltaf verið mjög erfiðar fyrir fólk sem kemur hingað og leitar hælis á Íslandi,“ segir Álfur. Skilur að gúrkutíð sé í fréttum en málið sé ekki fréttaefni Aðspurður hvort Helga þætti of mikið um homma á Íslandi, vegna ummæla hans um hvort ekki sé nóg af hommum á landinu, sagði Helgi síður en svo. Honum þætti mjög vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Hann vildi þó ekki koma í viðtal vegna málsins, ekki væri tilefni til þess. Hann sagðist skilja vel að gúrkutíð væri í fjölmiðlum en ummæli hans gætu þó varla talist frétt. Álfur segir gott að heyra að Helgi Magnús hafi ekkert á móti samkynhneigðum en segir tíma til kominn að sjá það í verki. „Það er nú bara gott að heyra. Ég óska honum bara góðs gengis með það en það væri gott að fara að sjá það í verki þá. Sem armur kerfisins er ábyrgð hans mjög mikil í því að sýna ekki bara „ekki fjandsamlegheit“ heldur bókstaflega væntumþykju sem hluti kerfisins,“ segir Álfur. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Helgi hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi hann harðlega þegar hún var dómsmálaráðherra. Helgi hafði þá líkað við og deilt Facebook-færslu hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar þar sem hann birti brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur, þolanda í ofbeldismáli. Fréttastofa náði ekki tali af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við gerð fréttarinnar. Hinsegin Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Að hans mati virtust stjórnvöld ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sæki um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi fréttinni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og skrifaði með deilingunni að auðvitað ljúgi hælisleitendur. Flestir komi hingað í von um meiri pening og betra líf. Hann bætti þá við þeirri spurningu hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Skjáskot af Facebook færslu Helga. „Ég veit ekki til þess að það sé skortur eða ofgnótt af hvorki rauðhærðum, né hommum né karlmönnum eða konum. Svona er nú bara fólk og við tökum þeim í samfélaginu eins og það kemur,“ segir Álfur Birkir Bjarnason formaður Samtakanna 78. Ummælin segi meira til um innræti vararíkissaksóknara en hælisleitenda. „Þetta bara staðfestir það sem við höfum fundið á eigin skinni, að það eru vissulega fordómar innan kerfisins og kerfislægir fordómar gagnvart bæði hinsegin fólki, innflytjendum og öðrum minnihlutahópum eru alveg greinilegir innan kerfisins. Þetta er enn ein staðfesting á því fyrir okkur sem lifum og hrærumst í að skoða það,“ segir Álfur. Spyr hvort kynhneigð réttlæti að fólk fái hæli umfram aðra Helgi Magnús segir í samtali við fréttastofu að hvorki sé óeðlilegt að menn ljúgi til um kynhneigð sína né að yfirvöld rannsaki það. Hann hafi þá ekki verið að tjá sig um málið sem fjallaði um í fréttinni sérstaklega, heldur almennt. Hann velti því jafnframt upp hvort kynhneigð fólks réttlætti það að það fengi hæli umfram aðra. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78.Vísir „Það er nú augljóst að þetta er skrifað inn í tíðarandann í dag og þá sem viðbragð við þessu. En eins og þessi dómur lítur út fyrir mér eins og ég skil hann þá er hann í rauninni ákveðinn áfellisdómur á að slíkar rannsóknir, ef það á að framkvæma þær, hafi ekki verið fullnægjandi og séu mjög hlutdrægar nú þegar. Þær hafa alltaf verið mjög erfiðar fyrir fólk sem kemur hingað og leitar hælis á Íslandi,“ segir Álfur. Skilur að gúrkutíð sé í fréttum en málið sé ekki fréttaefni Aðspurður hvort Helga þætti of mikið um homma á Íslandi, vegna ummæla hans um hvort ekki sé nóg af hommum á landinu, sagði Helgi síður en svo. Honum þætti mjög vænt um samkynhneigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Hann vildi þó ekki koma í viðtal vegna málsins, ekki væri tilefni til þess. Hann sagðist skilja vel að gúrkutíð væri í fjölmiðlum en ummæli hans gætu þó varla talist frétt. Álfur segir gott að heyra að Helgi Magnús hafi ekkert á móti samkynhneigðum en segir tíma til kominn að sjá það í verki. „Það er nú bara gott að heyra. Ég óska honum bara góðs gengis með það en það væri gott að fara að sjá það í verki þá. Sem armur kerfisins er ábyrgð hans mjög mikil í því að sýna ekki bara „ekki fjandsamlegheit“ heldur bókstaflega væntumþykju sem hluti kerfisins,“ segir Álfur. Þetta er ekki fyrsta sinn sem Helgi hefur verið gagnrýndur fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gagnrýndi hann harðlega þegar hún var dómsmálaráðherra. Helgi hafði þá líkað við og deilt Facebook-færslu hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar þar sem hann birti brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur, þolanda í ofbeldismáli. Fréttastofa náði ekki tali af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við gerð fréttarinnar.
Hinsegin Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent