„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Oddný telur að orðspor Íslands velti ekki á því hvort kaup Ardian á Mílu nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag. Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag.
Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira