Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 19:08 Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf um tengda aðila. Vísir/Bjarni Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17