Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 14:59 Í kring um áttatíu göngumenn höfðu tjaldað á tjaldsvæðinu við Landmannalaugar í nótt. Flestir eru komnir aftur til byggða. Guðmundur Björnsson Landverðir á Fjallabaki ráðleggja fólki alfarið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferðamanna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sandfoks. „Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur. Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Nú er ég bara að horfa út um gluggann hérna og tjöldin liggja mörg niðri á tjaldsvæðinu og hafa brotnað í rokinu,“ segir Guðmundur Bjarnason landvörður sem var staddur í skálanum í Landmannalaugum þegar fréttastofa náði tali af honum. „Við erum ekki að ráðleggja neinum að koma hingað inn eftir í dag. Hérna á milli fjallanna kemur vindurinn úr öllum áttum og hann er það sterkur að hann ýtir við fólki,“ segir Guðmundur. Hann segir að um áttatíu manns hafi verið á tjaldsvæðinu í nótt þegar aftakaveðrið hófst. Áttatíu til viðbótar eru svo í skálanum og allir aðrir skálar séu líka fullir á svæðinu en þeir eru fjórir samtals á milli Hrafntinnuskers og Landmannalauga. Um áttatíu manns eru nú í skálanum við Landmannalaugar. Guðmundur Björnsson „Þetta er svolítið óvanalegt veður á þessum tíma. Þetta er óttalegt ástand. Fólk er komið hingað í rútum og ætlar að fara í göngu. Ætlar að leggja af stað Laugaveginn en er ráðlagt frá því. Og allir skálarnir uppbókaðir,“ segir Guðmundur. Sóttu göngumenn og máttvana ferðalanga Björgunarsveitir sóttu tvær konur sem voru sóttar á Fimmvörðuháls í morgun en þær voru veðurtepptar í tjaldi þar. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þær hafi verið blautar og kaldar eftir baráttuna við veðrið í nótt og of orkulausar til að ganga sjálfar til baka. Gríðarlegt sandfok er víða á svæðinu.Guðmundur Björnsson Því voru þær sóttar á sexhjólum og fluttar niður. Eftir hádegi voru þær komnar á láglendi og héldu þá til byggða. Nokkur útköll hafa þá borist björgunarsveitum vegna göngufólks á Fjallabaki sem treysti sér ekki lengra vegna veðurs. Lögreglan á Suðurlandi vill koma þeirri ábendingu á framfæri til ferðamanna á hálendi, þá sérstaklega á Fjallabaki að...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Thursday, 7 July 2022 „Við keyrðum hérna inn eftir og sandfokið var þannig að það var ekkert skyggni. Ég get ekki sagt að það hafi verið meters skyggni fyrir framan okkur,“ segir Guðmundur.
Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira