Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 13:40 Unnur Valborg Hilmarsdóttir. Aðsend Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs. Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni byggðarráðs Húnaþings vestra, en gert er ráð fyrir að Unnur taki til starfa í september. „Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorleifi Karli Eggertssyni, oddviti sveitarstjórnar, að það sé mikill fengur að fá eins öfluga konu og Unni til starfa fyrir sveitarfélagið. „Í störfum sínum undanfarin ár hefur hún öðlast yfirgripsmikla þekkingu á stjórnkerfinu sem mun nýtast vel í sveitarstjórahlutverkinu. Hún þekkir samfélagið hér vel og hefur metnað og kraft til að stuðla að enn frekari eflingu þess. Við í sveitarstjórn berum miklar væntingar til samstarfsins.“ Þá segir Unnur að hún sé þakklát og stolt yfir að fá tækifæri til að vinna í þágu Húnaþings vestra. „Hér er gott fólk sem myndar afar öflugt samfélag sem hefur alla burði til að eflast enn frekar á komandi árum. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða,“ segir Unnur. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Framsóknarflokkur fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórn í kosningunum í maí, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Í minnihluta er N-listi sem fékk tvo menn kjörna. Þorleifur Karl Eggertsson, Framsóknarflokki, er oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon, Sjálfstæðisflokki er formaður byggðarráðs.
Húnaþing vestra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bættu við sig eftir endurtalningu Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna. 19. maí 2022 23:11