Mikil óþolinmæði í samfélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 19:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira