Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður kórónuveirufaraldurinn enn og aftur til umfjöllunar en veiran virðist síður en svo dauð úr öllum æðum og hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað talsvert.

Þá heyrum við í sérfræðingi um skjálftann sem varð í Langjökli í gærkvöldi og hvað lesa megi úr jarðhræringum á því svæði. 

Einnig fjöllum við um viðurkenningu íslenska ríkisins á því að brotið hafi verið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.

Þá fjöllum við áfram um hvalveiðar sem hafnar eru að nýju hér við land. Fyrsta dýrið var skorið í Hvalfirði í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×