Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2022 16:17 Í frumvarpi sem Willum lagði fram er ákvæði sem bannar innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum með bragðefnum. Samsett Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni. Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni.
Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37