Bósi ljósár bannaður í Mið-Austurlöndum út af samkynja kossi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 10:54 Teiknimyndin Ljósár sem fjallar um ævintýri Bósa ljósár verður ekki sýnd í nokkrum Mið-Austurlöndum. Disney/Pixar Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a> Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur myndin verið bönnuð í nokkrum löndum í Mið-Austurlöndum vegna atriðis þar sem geimfarinn Alisha Hawthorne og kona hennar kyssast. Upphaflega hafði atriðið verið klippt út úr myndinni en var sett aftur inn í kjölfar viðbragða Pixar-starfsmanna sem ásökuðu Disney um hinsegin-ritskoðun. Bósi Ljósár og Alisha Hawthorne sem hefur vakið viðbrögð í Mið-Austurlöndum vegna kynhneigðar sinnar.Disney/Pixar Viðbrögð Pixar-starfsmanna voru hluti af stærri mótmælum innan Disney-fyrirtækisins þar sem stjórnendur voru gagnrýndir fyrir skort á viðbrögðum við lagafrumvarpinu „Don‘t Say Gay“ sem var lagt fram í Flórída og bannaði hinseginfræðslu í leik- og grunnskólum í fylkinu. Ítrekaðar ritskoðanir Þessi ritskoðun er hluti af lengri sögu milli Disney og Mið-Austurlanda. Ljósár er enn ein Disney-myndin sem er ekki sýnd í Mið-Austurlöndum af því hún inniheldur persónur sem eru hinsegin eða fjallar um hinseginmálefni. Í apríl var Marvel-myndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness ekki sýnd af því America Chavez, ein persóna myndarinnar, er hinsegin. Það fylgdi í kjölfar ritskoðunar á annarri Marvel-mynd, Eternals, sem var ekki sýnd í mörgum löndum Mið-Austurlanda af því hún innihélt samkynja par. Á endanum var ritskoðuð útgáfa af myndinni hins vegar sýnd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þá var söngleikjamyndin West Side Story ekki heldur sýnd í janúar vegna persónu sem var trans í myndinni og leikin af kynsegin leikkonu. Það er spurning hvort ritskoðuð útgáfa af Ljósár verði á endanum sýnd í Mið-Austurlöndum en íslenskir áhorfendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem Ljósár verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis á þjóðhátíðardaginn næstkomandi í Sambíóunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wHBBoUtJHhA">watch on YouTube</a>
Disney Bíó og sjónvarp Hinsegin Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira