Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2022 13:30 Heimildamyndin Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaunin. Hér má sjá Viktoríu og Allan með sjálfan Einarinn. @viktoriahermanns Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. Tíu íslenskar heimildamyndir voru frumsýndar og sex verk í vinnslu voru kynnt. Hátíðinni lauk formlega í á sunnudagskvöldið en samkvæmt hefðinni gengu gestir hátíðarinnar fylktu liði í skrúðgöngu frá Skjaldborgarbíói í Félagsheimili Patreksfjarðar að lokinni síðustu mynd og atkvæðagreiðslu. Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilinu áður en hljómsveitin Celebs lék fyrir dansi á lokaballi hátíðarinnar. Áhorfendaverðlaunin Einarinn hlaut heimildamyndin Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson. Í myndinni fá áhorfendur að heyra og sjá sögu Árna Jóns Árnasonar, sem á áttræðisaldri kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann. Myndin fjallar um körfuboltaflokkur fyrir stelpur sem var stofnaður 2015 en þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði sífellt rána. Þær voru þjálfaðar sem leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði mættu þær mótlætinu sem því fylgdi. Klippa: Hækkum rána - sýnishorn Veglegt verðlaunafé Hvatningarverðlaun Skjaldborgar hlaut myndin Thinking about the Weather eftir Garðar Þór Þorkelsson sem dómnefnd þótti sameina marga af mikilvægum þáttum heimildamyndargerðar. Myndin fjallar um viðfangsefni sem skiptir okkur öll miklu máli, þrátt fyrir að við séum kannski ekki alltaf á sömu skoðun. Örvæntingarfullur vegna yfirvofandi loftslags-heimsenda fer kvikmyndagerðarmaðurinn í för um Bretlandseyjar. Leiðin liggur til afskiptra byggða sem brátt munu sökkva í sæ. Tækjaleigan Kukl og eftirvinnslufyrirtækið Trickshot veita verðlaunafé til vinningshafa Einarsins og Ljóskastarans sem hvor um sig hlýtur inneign að verðmæti 500 þúsund krónur í tækjaleigu og 250 þúsund krónur í formi eftirvinnslu. Hvatningarverðlaununum fylgir einnig 50 þúsund króna inneign í hljóðdeild Pfaff. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vesturbyggð Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tíu íslenskar heimildamyndir voru frumsýndar og sex verk í vinnslu voru kynnt. Hátíðinni lauk formlega í á sunnudagskvöldið en samkvæmt hefðinni gengu gestir hátíðarinnar fylktu liði í skrúðgöngu frá Skjaldborgarbíói í Félagsheimili Patreksfjarðar að lokinni síðustu mynd og atkvæðagreiðslu. Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilinu áður en hljómsveitin Celebs lék fyrir dansi á lokaballi hátíðarinnar. Áhorfendaverðlaunin Einarinn hlaut heimildamyndin Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson. Í myndinni fá áhorfendur að heyra og sjá sögu Árna Jóns Árnasonar, sem á áttræðisaldri kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Heimildamyndin Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann. Myndin fjallar um körfuboltaflokkur fyrir stelpur sem var stofnaður 2015 en þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði sífellt rána. Þær voru þjálfaðar sem leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði mættu þær mótlætinu sem því fylgdi. Klippa: Hækkum rána - sýnishorn Veglegt verðlaunafé Hvatningarverðlaun Skjaldborgar hlaut myndin Thinking about the Weather eftir Garðar Þór Þorkelsson sem dómnefnd þótti sameina marga af mikilvægum þáttum heimildamyndargerðar. Myndin fjallar um viðfangsefni sem skiptir okkur öll miklu máli, þrátt fyrir að við séum kannski ekki alltaf á sömu skoðun. Örvæntingarfullur vegna yfirvofandi loftslags-heimsenda fer kvikmyndagerðarmaðurinn í för um Bretlandseyjar. Leiðin liggur til afskiptra byggða sem brátt munu sökkva í sæ. Tækjaleigan Kukl og eftirvinnslufyrirtækið Trickshot veita verðlaunafé til vinningshafa Einarsins og Ljóskastarans sem hvor um sig hlýtur inneign að verðmæti 500 þúsund krónur í tækjaleigu og 250 þúsund krónur í formi eftirvinnslu. Hvatningarverðlaununum fylgir einnig 50 þúsund króna inneign í hljóðdeild Pfaff.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Vesturbyggð Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira