Hugmynd um að lækka laun Flosi Eiríksson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01 Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum. Það að slíkar hugmyndir séu upp hjá forsvarsmönnum Atvinnufjelagsins á kannski ekki að koma á óvart þeir hafa a áður kynnt hugmyndir um að skerða veikindarétt vinnandi fólks og auka heimildir atvinnurekenda til að lögsækja starfsmenn og gera þá bótaskylda ef þeir hætta í vinnu. En kíkjum aðeins á nýjustu hugmynd Sigmars og umhverfið á Íslandi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í marga áratugi hefur snúist um að gera fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi á dagvinnulaunum. Það hefur verið nokkuð breytt samkomulag í samfélaginu að reyna að stytta vinnudaginn og auka þann tíma sem fólk getur t.d. varið með fjölskyldu eða til að sinna sínum hugðarefnum. Stór skref í þessu hafa verið að afnema það að vinna á laugardögum, stytta vinnudaginn, leggja niður eftirvinnutaxta svo fátt sé nefnt. Samfélagið og stofnanir þess eins og skólar og leikskólar eru almennt miðaðar við þessa þjóðfélagsgerð. Um leið hefur öllum verið ljóst að sum starfsemi og störf er ekki eingöngu hægt að vinna á dagvinnutíma. Sjúkrahús eru augljósasta dæmið en auðvitað margvíslegt þjónusta önnur, eins og til dæmis veitingahús. Því hefur verið samið um það að þeir sem þurfa að vinna til að halda uppi þjónustu við okkur hin, utan dagvinnumarka, fái greitt fyrir það, ýmist í formi yfirvinnu eða með sérstökum vaktaálögum. Rannsóknir sína líka að langvarandi vaktavinna er óholl og getur leitt af sér heilsufarsvandamál og styttri lífslíkur. Fyrir þetta er líka verið að greiða með hærra kaupi. Með vaktaálögum er verið að hvetja eða þvinga atvinnurekendur til að haga skipulagi þannig að megnið af vinnunni fari fram á daginn og það sé dýrara að vinna á kvöldin og nóttunni. Nú kemur Sigmar fram með þá nýstárlegu hugmynd að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ,,ekki getið unnið á kvöldin“ að þeir fái engin vaktaálög. Og til þess að gæta ,,sanngirni“ eigi að jafna öll kjör niður á við. Að fyrstu 8 tímarnir á vakt séu alltaf dagvinna – þó þeir væru frá 4 síðdegis til miðnættis! Í reynd kæmi þetta út að svo til enginn starfsmaður á nokkru veitingahúsi eða í ferðaþjónustu fengi greidda yfirvinnu eða vaktaálag – þau væru alltaf í ,,dagvinnunni“. Kjarasamningar við ríki og sveitarfélög, sem reka svo til allar sjúkra- og öldrunarstofnanir, eru byggðir upp til að tryggja þjónustu meira og minna allan sólarhringinn og kjörin eru í samræmi við það. Nú er ekki ljóst hvort Sigmar er að tala um að breyta þeim líka, eða hvort hugmyndin er að búa til réttindalítinn láglaunahóp í ferðaþjónustunni sem er meira og minna alltaf í ,,dagvinnu“ á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Það er svo óvenjuleg þvæla að halda því fram að með því að lækka laun þeirra sem vinna á vöktum þá sé verið að ,,jafna stöðu launamanna innan sama fyrirtækis“. Það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulag kjarasamninga og innihald, en það er nú eiginlega lágmark að það sé gert af einhverri þekkingu og standist einhverja skoðun. Nú eru dagvinnumörk í kjarasamningum frá kl. 8:00 – 17:00 , en hann vil færa þessi mörk í 08:00 til 24:00 ef ég skil hann rétt. Kíkjum á staðreyndir. Sérþjálfaður starfsmaður á veitingahúsi í fullu starfi (172 tímar) í launaflokki 6, sem vinnur eingöngu dagvinnu er með 372,762 kr. í mánaðarlaun eða 2.167,22 kr. á tímann. Ef hann vinnur eingöngu á kvöldin, frá 16:30 til 24:00 – bættist 33% álag á unnar stundir. Mánaðarlaunin eru þá 506.480 kr. eða 2.944,65 á tímann. Hvað telur Sigmar að sanngjarnt sé að lækka tímakaupið á kvöldin mikið til að hækka dagvinnuna og hvaða ,,meðalkaup“ er hann með í huga? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Hugmynd í kjarasamninga: Fyrstu átta tímar á vakt á dagvinnu Jafnræði er mikilvægt meðal launamanna á Íslandi og ekki síður fyrir fyrirtækin í landinu. Hlutastarfsmenn í mörgum fyrirtækjum eru oft að fá hærri laun fyrir færri tíma vegna 33% álags á kvöldin og 45% álags um helgar. 1. júní 2022 15:01
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun