Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 11:14 Bjarni sagði, eftir fyrirspurn Sigmundar Davíðs, að hann væri ekki í neinum vafa um að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju um endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda væri ófullnægjandi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. „Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið. Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Það er á hæstvirtum ráðherra að skilja að frumvarpið sé augljóslega gallað,“ sagði Sigmundur Davíð eftir svar Bjarna á Alþingi nú fyrir hádegi. Sigmundur reifaði í fyrirspurn sinni að fréttir hafi borist af því að atvinnuveganefnd þingsins borist erindi frá fjárlagaráðuneyti við stjórnarfrumvarp; frumvarp frá ríkisstjórn um endurgreiðslu vegna kvikmyndaframleiðslu. „Í erindi ráðuneytisins er bent á að þetta mál sé vanfjármagnað, raunar ófjármangaði hvorki á yfirstandandi ári né á fjögurra ára fjármálaáætlun né þessu ári. Ráðuneytið gerir athugasemd við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frumvarpið. Og eins að starfshópur sem átti að vinna þetta frumvarp, hann hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það verið klárað í menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Vakti athygli á meinbugi á ríkisstjórnarfundi En því sé jafnframt haldið fram að málið hafi verið afgreitt úr ríkisstjórn. Sigmundur Davíð spurði Bjarna hvort að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við frumvarpið í ríkisstjórninni? Sigmundur Davíð sagði þetta óvenjulegt að ráðuneytið teldi sig þurfa að grípa inní þegar um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Bjarni sagði að það hafi kannski farið fram hjá sumum en að undanförnu hafi verklag við kostnaðaráætlun frumvarpa gerbreyst. Nú sé það þannig að það eru fagráðuneytin sjálf sem bera alla ábyrgð á því að kostnaðarmeta fram komin mál. Þó sé sú regla viðhöfð að fjármálaráðuneytið hafi að jafnaði tvær vikur til að fara yfir mat fagráðuneytanna. Og þó að í þessu tilviki hafi þær ekki gefist komu samt sem áður fram ábendingar frá fjármálaráðuneytinu. „Um að gjaldaliðurinn, sem í þessu tilviki er vistaður í þessu fagráðuneyti. Hann gerði ekki ráð fyrir útgjöldunum sem myndi reyna á ef frumvarpið yrði samþykkt.“ Bjarni sagði að ekki hafi verið tekið tillit til þess í greinargerð með frumvarpinu eins og það fór í gegnum ríkisstjórnina. „Og þar vakti ég raunar athygli á því,“ sagði Bjarni. Bjarni segir fjárlagaliðinn ófullnægjandi Síðan fer málið til þingsins og það kemur upp til embættismanns í ráðuneytinu fyrirspurn, hvernig þessu sé háttað? Og þá sé ekki annað eðlilegt en að menn bregðist við, að sögn Bjarna. „Í raun og veru snýst þessi umræða eingöngu um þetta hér: Er á útgjaldaliðnum, sem er vistaður í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, nægjanlegt svigrúm til að fullnægja þeirri þörf sem mun skapast verði frumvarpið samþykkt sem lög? Það er eina spurningin sem skiptir hér máli og fjármálaráðuneytið er bara að vekja athygli á því – ekki með neinar efnislegar athugasemdir við þetta mál – að útstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verði ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi,“ sagði Bjarni um málið.
Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. 23. maí 2022 16:30