Bein útsending frá stærsta utanvegahlaupi ársins: „Þetta verður bara algjört partý“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júní 2022 14:30 Sminkan og hlaupdrottningin Rakel María mun ásamt Mari stjórna beinni útsendingu frá utanvegahlaupinu Salomon Hengill Ultra um helgina. Aðsend „Þetta verður ein hlaupaveisla alla helgina og ég hlakka til leyfa fólki að fylgjast með stemmningunni heima í stofu, eða hvar sem það heldur sig,“ segir hlaupakonan og sminkan Rakel María Hjaltadóttir í samtali við Vísi. Lengsta og fjölmennasta utanvegarhlaup landsins, Salomon Hengill Ultra, verður ræst í miðbæ Hveragerðis næsta föstudag. Vegalengdirnar sem eru í boði eru all frá 5 - 163 kílómetrar og stendur hlaupið yfir frá föstudegi til laugardags. Rakel María tók þátt í hlaupinu árið 2020 og hljóp þá 100 kílómetra. Bein útsending frá hlaupinu alla helgina Í ár verður bein útsending frá hlaupinu í samstarfi við fyrirtækið Skjáskot og verður útsendingin bæði á Facebook Live og Youtube. Sýnt verður frá öllum ræsingum hlaupsins og byrjar hver útsending klukkutíma fyrir hverja ræsingu. „Við erum ætlum að stefna að því að þetta hlaup verði eitt af stærstu utanvegarhlaupunum í Evrópu,“ segir Einar Bárðarson sem er einn af eigendum mótaraðarinnar Víkingamótanna sem heldur Salomon Hengil Ultra. Hlaupadrottningarnar Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk munu sjá um að stjórna útsendingu hlaupsins en sjálfar eru þær hlaupinu vel kunnugar. Árið 2020 hljóp Rakel 106 kílómetra og í fyrra hljóp Mari 160 kílómetra. Ég ætla sjálf að hlaupa miðnæturhlaupið en svo verð ég aðallega í því að taka púlsinn á keppendum og sýna fólki heima í stofu frá allri stemmningunni og fjörinu í hlaupinu, segir Rakel. Mari mun að þessu sinni ekki hlaupa sjálf heldur eyða orkunni í að peppa keppendur og stjórna útsendingunni ásamt Rakel. Hlaupakonan Mari Järsk hljóp í fyrra 163 kílómetra í hlaupinu en í ár mun hún einbeita sér að því að peppa þátttakendur og stjórna beinni útsendingu frá hlaupinu ásamt Rakel. Yfir þúsund hlauparar skráðir til leiks Einar segir stóran og góðan hóp koma að skipulagningu og gæslu mótsins og nú geti enn fleiri upplifað stemmninguna beint í æði með því að fylgjast með beinu streymi. „Allt í allt eru þetta tíu stjórnendur og svo sirka 80 manns sem koma að uppsetningu og gæslu mótsins.“ Hengill Ultra er nú haldið í ellefta sinn og hafa nú þegar langt yfir þúsund manns skráð sig til leiks. „Mesti hitinn í þessu er á okkar besta manni Þórir Erlingssyni sem er framkvæmdastjóra mótanna. Maður sem er með meistaragráðu frá Háskóla í Bandaríkjunum í því að taka vel á móti fólki þannig að maður er meira orðin áhorfandi í þessu en það er mikil tilhlökkun fyrir helginni í öllum hópnum.“ Einar Bárðarson einn af eigendum og stjórnendum mótsins segist aðallega muni hlaupa fram og til baka þessa helgina. Enda væntanlega í mörg horn að líta... og hlaupa!Bernhard Kristinn Aðspurður hvort að hann sjálfur ætli að hlaupa í hlaupinu sagði Einar þetta: Já, ég ætla mér að hlaupa fram og til baka alla helgina....að leysa allskonar vesen! Einar segir marga af allra bestu utanvegahlaupurum landsins skráða til leiks og einnig erlendar kempur. Já, við eigum von á danska landsliðinu í utanvegahlaupi sem mun vera með sitt sterkasta hlaupafólk í 26 kílómetra brautinni. Danirnir er lúmskir, þeir hlaupa ekki bara á jafnsléttu, segir Einar að lokum. Hlaup Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Lengsta og fjölmennasta utanvegarhlaup landsins, Salomon Hengill Ultra, verður ræst í miðbæ Hveragerðis næsta föstudag. Vegalengdirnar sem eru í boði eru all frá 5 - 163 kílómetrar og stendur hlaupið yfir frá föstudegi til laugardags. Rakel María tók þátt í hlaupinu árið 2020 og hljóp þá 100 kílómetra. Bein útsending frá hlaupinu alla helgina Í ár verður bein útsending frá hlaupinu í samstarfi við fyrirtækið Skjáskot og verður útsendingin bæði á Facebook Live og Youtube. Sýnt verður frá öllum ræsingum hlaupsins og byrjar hver útsending klukkutíma fyrir hverja ræsingu. „Við erum ætlum að stefna að því að þetta hlaup verði eitt af stærstu utanvegarhlaupunum í Evrópu,“ segir Einar Bárðarson sem er einn af eigendum mótaraðarinnar Víkingamótanna sem heldur Salomon Hengil Ultra. Hlaupadrottningarnar Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk munu sjá um að stjórna útsendingu hlaupsins en sjálfar eru þær hlaupinu vel kunnugar. Árið 2020 hljóp Rakel 106 kílómetra og í fyrra hljóp Mari 160 kílómetra. Ég ætla sjálf að hlaupa miðnæturhlaupið en svo verð ég aðallega í því að taka púlsinn á keppendum og sýna fólki heima í stofu frá allri stemmningunni og fjörinu í hlaupinu, segir Rakel. Mari mun að þessu sinni ekki hlaupa sjálf heldur eyða orkunni í að peppa keppendur og stjórna útsendingunni ásamt Rakel. Hlaupakonan Mari Järsk hljóp í fyrra 163 kílómetra í hlaupinu en í ár mun hún einbeita sér að því að peppa þátttakendur og stjórna beinni útsendingu frá hlaupinu ásamt Rakel. Yfir þúsund hlauparar skráðir til leiks Einar segir stóran og góðan hóp koma að skipulagningu og gæslu mótsins og nú geti enn fleiri upplifað stemmninguna beint í æði með því að fylgjast með beinu streymi. „Allt í allt eru þetta tíu stjórnendur og svo sirka 80 manns sem koma að uppsetningu og gæslu mótsins.“ Hengill Ultra er nú haldið í ellefta sinn og hafa nú þegar langt yfir þúsund manns skráð sig til leiks. „Mesti hitinn í þessu er á okkar besta manni Þórir Erlingssyni sem er framkvæmdastjóra mótanna. Maður sem er með meistaragráðu frá Háskóla í Bandaríkjunum í því að taka vel á móti fólki þannig að maður er meira orðin áhorfandi í þessu en það er mikil tilhlökkun fyrir helginni í öllum hópnum.“ Einar Bárðarson einn af eigendum og stjórnendum mótsins segist aðallega muni hlaupa fram og til baka þessa helgina. Enda væntanlega í mörg horn að líta... og hlaupa!Bernhard Kristinn Aðspurður hvort að hann sjálfur ætli að hlaupa í hlaupinu sagði Einar þetta: Já, ég ætla mér að hlaupa fram og til baka alla helgina....að leysa allskonar vesen! Einar segir marga af allra bestu utanvegahlaupurum landsins skráða til leiks og einnig erlendar kempur. Já, við eigum von á danska landsliðinu í utanvegahlaupi sem mun vera með sitt sterkasta hlaupafólk í 26 kílómetra brautinni. Danirnir er lúmskir, þeir hlaupa ekki bara á jafnsléttu, segir Einar að lokum.
Hlaup Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira