Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Í næstu viku er þingfundardagur á þriðjudag, eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudag og síðustu þingfundardagarnir samkvæmt starfsáætlun ættu að vera á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Nokkur stór ágreiningsmál eru enn í nefnd og bíða þriðju og síðustu umræðu eins og rammaáætlun eða þingsályktunartillaga um nýtingu og vernd auðlinda og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Þar að auki þarf að taka fyrir þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um staðfestingu viðbótarsamninga við NATO-samninginn vegna aðildarumsóknar Finna og Svía. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að ólíklegt væri að þinghaldi lyki á tilsettum tíma. Hún sagði að tillagan um NATO hefði verið kynnt fyrir öllum flokkum og allir væru líklega sammála um að greiða leið málsins í gegnum þingið. Það væri í takt við það sem aðrar Norðurlandaþjóðir væru að gera. Hún sagði nokkur stór mál eftir. Varðandi það hvað fáir dagar væru eftir af vorþingi sagði hún íslenska þingmenn þekkja þá stöðu. „Þetta er í raun og veru afskaplega hefðbundin staða hér á Alþingi á þessum árstíma. Þingflokksformenn eru byrjuð að funda. Þau áttu fund í gær og eiga annan fund í kvöld, þannig að nú er verið að fara yfir stöðuna í nefndum. Ég er nú bjartsýn á að þinghaldinu verði lokið með sómasamlegum hætti. Ég les það þannig að við höfum öll metnað til að gera það,“ sagði Katrín. Varðandi frumvarp um útlendingalög og rammaáætlun og hvort þau kæmust úr nefnd vildi Katrín ekkert segja. „Þessi mál eru enn þá inn í nefndinni og ég veit að þau eru bæði til umræðu. Þingflokksformenn, eins og ég segi, hafa núna þetta verkefni að finna út hvaða mál er raunhæft að klára.“ Katrín sagðist ekki ætla að segja að þinghaldi myndi ljúka á tilsettum tíma. Það væri verið að horfa til þess að ljúka þinghaldinu einhvern tímann í júnímánuði. „Það er oft hægt að vinna ansi hratt á lokametrum þingsins.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira