Vopnaleit og vegabréfaeftirlit á Skarfabakka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. maí 2022 07:01 Gunnar Tryggvason er starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Vísir/Arnar Aðstöðu sem svipar til flugstöðvar hefur verið komið fyrir á Skarfabakka. Ástæðan er sú að farþegaskipti verða á skemmtiferðaskipum sem kallar á vopnaleit og vegabréfaeftirlit. Von er á 200 þúsund farþegum til landsins með skemmtiferðaskipum í sumar. Stærðarinnar tjöldum hefur verið komið fyrir við Skarfabakka þar sem skemmtiferðaskip leggja að bryggju. Ástæðan er sú að nú fara fram farþegaskipti í Reykjavík. „Hér er að verða eðlisbreyting. Við sjáum að þessi skipafélög vilja núna gera út frá Íslandi, Reykjavíkurhöfn í auknum mæli. Við höfum séð þetta örlítið áður en þetta er í auknum mæli núna. Það verður til þess að farþegaskipti fara þá hér fram,“ sagði Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Farþegaskipti kalla á vopnaleit, vegabréfaeftirlit og samstarf við tollyfirvöld. Mikill ávinningur fylgir farþegaskiptum þar sem búist er við að nýting flugs og gistingar hér á landi aukist. „Og farþegarnir skilja þá meira eftir í samfélaginu. Þeir koma hugsanlega deginum áður en þeir fara um borð og eru jafnvel einn dag til viðbótar áður en þeir fara heim eftir ferðina.“ Tjöldin voru sett upp fyrir þremur vikum síðan og búnaðurinn í síðustu viku. „Við höfum í hyggju að byggja eins konar flugstöð eða „terminal“ fyrir þessa þjónustu til frambúðar. Við verðum svona næstu tvö árin og fáum svo reynsluna og sjáum hvernig við viljum hafa þetta til lengri tíma.“ Von er á 200 skemmtiferðaskipum í sumar og ekkert lát á bókunum. „Bókanir sína að þetta verður svipað og síðasta ár fyrir covid 2019. Tæplega 200 skip eru bókuð núna og 200 þúsund farþegar.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Stærðarinnar tjöldum hefur verið komið fyrir við Skarfabakka þar sem skemmtiferðaskip leggja að bryggju. Ástæðan er sú að nú fara fram farþegaskipti í Reykjavík. „Hér er að verða eðlisbreyting. Við sjáum að þessi skipafélög vilja núna gera út frá Íslandi, Reykjavíkurhöfn í auknum mæli. Við höfum séð þetta örlítið áður en þetta er í auknum mæli núna. Það verður til þess að farþegaskipti fara þá hér fram,“ sagði Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna. Farþegaskipti kalla á vopnaleit, vegabréfaeftirlit og samstarf við tollyfirvöld. Mikill ávinningur fylgir farþegaskiptum þar sem búist er við að nýting flugs og gistingar hér á landi aukist. „Og farþegarnir skilja þá meira eftir í samfélaginu. Þeir koma hugsanlega deginum áður en þeir fara um borð og eru jafnvel einn dag til viðbótar áður en þeir fara heim eftir ferðina.“ Tjöldin voru sett upp fyrir þremur vikum síðan og búnaðurinn í síðustu viku. „Við höfum í hyggju að byggja eins konar flugstöð eða „terminal“ fyrir þessa þjónustu til frambúðar. Við verðum svona næstu tvö árin og fáum svo reynsluna og sjáum hvernig við viljum hafa þetta til lengri tíma.“ Von er á 200 skemmtiferðaskipum í sumar og ekkert lát á bókunum. „Bókanir sína að þetta verður svipað og síðasta ár fyrir covid 2019. Tæplega 200 skip eru bókuð núna og 200 þúsund farþegar.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira