Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:09 Eitthvað fór úrskeiðis við skipulagningu blaðamannafundarins. Vísir/Ragnar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum. Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum.
Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06