Vonbrigði að stjórnvöld ætli að hefja brottvísanir á ný: „Þetta er bara algjörlega óboðlegt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. maí 2022 23:15 Jóhann Páll, þingmaður Samfylkingarinnar, og Arndís Anna, þingmaður Pírata. Vísir/Bjarni Stjórnarandstaðan segir óboðlegt að stjórnvöld ætli að vísa hælisleitendum úr landi aftur eftir langt hlé í faraldrinum þar sem margir hafa fest rætur sínar hér á landi. Þingmaður Píratatelur að frumvarp um breytingar á útlendingalögum muni ekki verða samþykkt og þingmaður Samfylkingarinnar segir meirihluta þjóðarinnar ekki kæra sig um ógeðfellda útlendingastefnu. Brottvísanir hefjast brátt á ný eftir tveggja ára hlé en hátt í 300 hælisleitendur dvelja hér á landi án leyfis um þessar mundir. Byrjað verður á hluta fólks sem senda á til Grikklands og telur sá hópur einhverja tugi. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að sjá að stjórnvöld ætla þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir ástandið, að fylgja þessum ákvörðunum eftir sem voru teknar fyrir jafnvel ári eða tveimur árum síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, um málið. „Við vorum að vonast til þess að það fyndist kannski einhver önnur lausn á málefnum þessa fólks.“ Hún bendir á að um sé að ræða einstaklinga sem hafa verið hér í lengri tíma í gegnum faraldurinn, margir þeirra hafa skapað sér ákveðið líf hér og nú eigi að senda þá aftur í skelfilegar aðstæður. Þetta tekur Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, undir. „Að það sé verið að rífa þetta fólk upp með rótum og senda það jafnvel á götuna í Grikklandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt og það má ekki leyfa þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann og skorar hann á ríkisstjórnina að endurskoða málið. Gagnrýna ummæli dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þó að grunnurinn sé sá að þetta fólk sé hér ólöglega. Þrátt fyrir faraldurinn hafi þau vitað hver niðurstaðan yrði og að þessi dagur myndi renna upp en Arndís gagnrýnir þessi ummæli. „Þegar fólk er í þetta mikilli neyð þá ber það alltaf þessa litlu von í brjósti. Þannig að það er ekki hægt að segja að það hafi verið að bíða í rólegheitunum eftir að vera flutt úr landi, sannarlega vonaðist þetta fólk eftir því að þetta færi á annan veg,“ segir hún. Dómsmálaráðherra benti enn fremur á að um væri að ræða einstaklinga sem hafi sjálfir tafið málsmeðferð með því að neita að fara í Covid próf. Þá talaði hann jafnvel um flóttamennina sem brotamenn á Alþingi í síðustu viku. „Þetta er bara fólk sem er oft að berjast fyrir lífi sínu. Þetta er fólk sem hefur flúið ömurlegar aðstæður, jafnvel lífshættulegar aðstæður, og kannski dvalið einhvern tíma í landi eins og Grikklandi þar sem aðstæður flóttafólks eru skelfilegar,“ segir Jóhann Páll. „Auðvitað gerir fólk sem það getur til að sporna gegn því að vera sent burt.“ Rætt var við sómalska konu sem vísa á úr landi á næstunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan. Arndís segir það einnig skjóta skökku við að ætla að vísa þessum hóp úr landi í ljósi skorts á vinnuafli og bendir á að viðbrögð Íslands við komu fjölda flóttamanna frá Úkraínu sýni að hægt sé að taka á móti hælisleitendum í stórum stíl. „Það er ekki spurning um að hér sé ekki pláss, að hér séu ekki til þau úrræði sem til þarf. Við höfum sýnt að við getum það alveg og þetta er ekki það mikið af fólki,“ segir Arndís. Vonbrigði að sjá aftur frumvarp um breytingar á útlendingalögum Frumvarp um breytingar á útlendingalögum er nú komið fyrir nefnd innan þingsins en þar er meðal annars kveðið á um brottvísanir. Um er að ræða frumvarp sem hefur ítrekað verið lagt fram án árangurs og það verið gagnrýnt í hvert einasta skipti. „Það eru enn og aftur vonbrigði að ríkisstjórnin, hvað þá ríkisstjórn stjórnmálaflokka sem einhverjir hafa á stefnu sinni að bæta stöðu flóttafólks, að þau skuli leggja þetta fram aftur og aftur,“ segir Arndís um frumvarpið. Jóhann Páll nefnir þar sérstaklega stefnu Vinstri grænna en hann segir það hafa verið sláandi að sjá þau mæla fyrir frumvarpinu. Það gefi stjórnvöldum mjög opnar heimildir til að kasta fólki úr landi og svipta þau grunnréttindum. „Þetta er afskaplega ljótt frumvarp, það er svona verið að svelta einhvern veginn fólk til hlýðni,“ segir hann og telur hann að margir vilji ekki sjá frumvarpið ganga eftir. „Ég er alveg sannfærður um það að meirihluti fólks á Íslandi kærir sig ekkert um að það sé rekin svona ógeðfelld útlendingastefna hérna.“ Samtakamáttur í samfélaginu þurfi til Arndís á ekki von á að frumvarpið verði samþykkt og bindur enn vonir við að ríkisstjórnin sjái að sér. „Það þarf ekkert nema vilja stjórnvalda til þess að veita fólki aðstoð sem þarf á henni að halda, stærsti vandinn í kerfinu er þessi þráláta stefna að vísa sem flestum úr landi,“ segir hún. „Ég vona bara að þetta frumvarp muni deyja drottni sínum á þessu þingi líkt og þau síðustu.“ Jóhann telur að það reynist erfiðara að fá ríkisstjórnina til að endurskoða málið. „Ég held að þau muni ekki gera það nema þau verði knúin til þess,“ segir hann en samtakamáttur í samfélaginu skipti þar lykilmáli. „Bæði harkaleg andstaða í þinginu en líka úti í samfélaginu til þess að ríkisstjórnin og stjórnvöld sjái að sér.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Tengdar fréttir Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Brottvísanir hefjast brátt á ný eftir tveggja ára hlé en hátt í 300 hælisleitendur dvelja hér á landi án leyfis um þessar mundir. Byrjað verður á hluta fólks sem senda á til Grikklands og telur sá hópur einhverja tugi. „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að sjá að stjórnvöld ætla þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir ástandið, að fylgja þessum ákvörðunum eftir sem voru teknar fyrir jafnvel ári eða tveimur árum síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, um málið. „Við vorum að vonast til þess að það fyndist kannski einhver önnur lausn á málefnum þessa fólks.“ Hún bendir á að um sé að ræða einstaklinga sem hafa verið hér í lengri tíma í gegnum faraldurinn, margir þeirra hafa skapað sér ákveðið líf hér og nú eigi að senda þá aftur í skelfilegar aðstæður. Þetta tekur Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, undir. „Að það sé verið að rífa þetta fólk upp með rótum og senda það jafnvel á götuna í Grikklandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt og það má ekki leyfa þessu að gerast, það er bara þannig,“ segir Jóhann og skorar hann á ríkisstjórnina að endurskoða málið. Gagnrýna ummæli dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þó að grunnurinn sé sá að þetta fólk sé hér ólöglega. Þrátt fyrir faraldurinn hafi þau vitað hver niðurstaðan yrði og að þessi dagur myndi renna upp en Arndís gagnrýnir þessi ummæli. „Þegar fólk er í þetta mikilli neyð þá ber það alltaf þessa litlu von í brjósti. Þannig að það er ekki hægt að segja að það hafi verið að bíða í rólegheitunum eftir að vera flutt úr landi, sannarlega vonaðist þetta fólk eftir því að þetta færi á annan veg,“ segir hún. Dómsmálaráðherra benti enn fremur á að um væri að ræða einstaklinga sem hafi sjálfir tafið málsmeðferð með því að neita að fara í Covid próf. Þá talaði hann jafnvel um flóttamennina sem brotamenn á Alþingi í síðustu viku. „Þetta er bara fólk sem er oft að berjast fyrir lífi sínu. Þetta er fólk sem hefur flúið ömurlegar aðstæður, jafnvel lífshættulegar aðstæður, og kannski dvalið einhvern tíma í landi eins og Grikklandi þar sem aðstæður flóttafólks eru skelfilegar,“ segir Jóhann Páll. „Auðvitað gerir fólk sem það getur til að sporna gegn því að vera sent burt.“ Rætt var við sómalska konu sem vísa á úr landi á næstunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag en innslagið má finna hér fyrir neðan. Arndís segir það einnig skjóta skökku við að ætla að vísa þessum hóp úr landi í ljósi skorts á vinnuafli og bendir á að viðbrögð Íslands við komu fjölda flóttamanna frá Úkraínu sýni að hægt sé að taka á móti hælisleitendum í stórum stíl. „Það er ekki spurning um að hér sé ekki pláss, að hér séu ekki til þau úrræði sem til þarf. Við höfum sýnt að við getum það alveg og þetta er ekki það mikið af fólki,“ segir Arndís. Vonbrigði að sjá aftur frumvarp um breytingar á útlendingalögum Frumvarp um breytingar á útlendingalögum er nú komið fyrir nefnd innan þingsins en þar er meðal annars kveðið á um brottvísanir. Um er að ræða frumvarp sem hefur ítrekað verið lagt fram án árangurs og það verið gagnrýnt í hvert einasta skipti. „Það eru enn og aftur vonbrigði að ríkisstjórnin, hvað þá ríkisstjórn stjórnmálaflokka sem einhverjir hafa á stefnu sinni að bæta stöðu flóttafólks, að þau skuli leggja þetta fram aftur og aftur,“ segir Arndís um frumvarpið. Jóhann Páll nefnir þar sérstaklega stefnu Vinstri grænna en hann segir það hafa verið sláandi að sjá þau mæla fyrir frumvarpinu. Það gefi stjórnvöldum mjög opnar heimildir til að kasta fólki úr landi og svipta þau grunnréttindum. „Þetta er afskaplega ljótt frumvarp, það er svona verið að svelta einhvern veginn fólk til hlýðni,“ segir hann og telur hann að margir vilji ekki sjá frumvarpið ganga eftir. „Ég er alveg sannfærður um það að meirihluti fólks á Íslandi kærir sig ekkert um að það sé rekin svona ógeðfelld útlendingastefna hérna.“ Samtakamáttur í samfélaginu þurfi til Arndís á ekki von á að frumvarpið verði samþykkt og bindur enn vonir við að ríkisstjórnin sjái að sér. „Það þarf ekkert nema vilja stjórnvalda til þess að veita fólki aðstoð sem þarf á henni að halda, stærsti vandinn í kerfinu er þessi þráláta stefna að vísa sem flestum úr landi,“ segir hún. „Ég vona bara að þetta frumvarp muni deyja drottni sínum á þessu þingi líkt og þau síðustu.“ Jóhann telur að það reynist erfiðara að fá ríkisstjórnina til að endurskoða málið. „Ég held að þau muni ekki gera það nema þau verði knúin til þess,“ segir hann en samtakamáttur í samfélaginu skipti þar lykilmáli. „Bæði harkaleg andstaða í þinginu en líka úti í samfélaginu til þess að ríkisstjórnin og stjórnvöld sjái að sér.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mannréttindi Tengdar fréttir Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Harðorð í garð Jóns vegna brottvísana og spyr hvort hann hafi komið til Sómalíu Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Sómalíu, segir í opnu bréfi sínu til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að það sé pólitísk ákvörðun að vísa flóttafólki úr landi. Ráðherra og Útlendingastofnun skýli sér bak við reglugerðir við brottvísanir flóttafólks. 21. maí 2022 14:11
„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01