Æsispennandi uppgötvun í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2022 13:16 Fornleifafræðingar að störfum í Grímsey. Mynd/Hildur Gestsdóttir Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi. Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“ Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Unnið er að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey í stað þeirrar kirkju sem brann í september á síðasta ári. Framkvæmdir hefjast á næstunni en Minjastofnun gerði þá kröfu að áður en framkvæmdir hefðust yrði ráðist í fornleifarannsókn á svæðinu. Á meðal þess sem fannst við rannsóknirnar er öskuhaugur. Við fyrstu sýn kann mörgum ef til vill að finna það ekki ýkja merkilegt að finna gamlan öskuhaug. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur sem stýrir fornleifarannsóknunum segir þó að þar leynist vísbendingar um sögu Grímseyjar fram á 19. öldina. „Við teljum okkur sjá landnámslagið sem fellur 877. Elstu lögin sem við erum a að sjá í þessum öskuhaug eru rétt þar yfir. Í þessum öskuhaug sjáum við sögu Grímseyjar frá upphafi og fram á 19. öldina,“ segir Hildur í samtali við Vísi. En hvað leynist í öskuhaugnum og hvað getur það sagt okkur um lífið í Grímsey fyrir árhundruðum? „Það er gríðarlegt magn af beinum. Heilu lögin af fugla og fiskabeinum sem er æsispennandi. Það er hægt að nýta bein til að sjá hvað fólk var að borða, hvernig fólk var að nýta það sem var til í eyjunni, hvernig fólk var að verka það sem var til í eyjunni. Við erum líka að sjá gripi, innflutta og heimagerða, þannig að það er gríðarmikil saga sem við sjáum þarna.“ Að auki var komið niður á það sem talið er vera kirkjugarðsveggur, en elstu heimildir um kirkjugarð í eyjunni eru frá um 1300. Innan kirkjugarðsins sást móta fyrir talsverðum fjöld af gröfum. Hefur því verið ákveðið að hnika nýrri kirkjubyggingu örlítið, til að raska ekki kirkjugarðinum forna. „Þegar það fannst var í rauninni ákveðið að flytja kirkjuna fjórum metrum austur til að hlífa garðinum, vera ekki að raska ró þess fólks sem liggur þarna.“
Grímsey Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48 Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. 8. maí 2022 21:07
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. 21. desember 2021 14:48
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01