Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 08:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, skjóta saman nefjum í sjónvarpssal í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu). Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu).
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39