Óttast ekki að Framsókn snúi við sér baki Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:02 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur missir Sjálfstæðisflokkurinn einn mann úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Oddviti listans segir þó að um varnarsigur sé að ræða. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og bæjarstjóri, segist vera ánægð með fyrstu tölur en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking eru hnífjöfn með 27,9 prósent atkvæða sem stendur. Það skilar hvorum flokki fjórum mönnum. „Við erum bara ánægð, þetta er mikill varnarsigur,“ segir Rósa. Helsti mótherji hennar Guðmundur Árni Stefánsson, var himinlifandi með fyrstu tölur og sagði Samfylkinguna vinna stórkostlegan sigur, verði lokaniðurstaða sú sama og fyrstu tölur benda til, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrr í kvöld. Rósa bendir á að aðalatriðið sé að núverandi meirihluti haldi miðað við fyrstu tölur. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn er með pálmann í höndunum, með sína tvo menn inni, og er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í Hafnarfirði. Framsókn er víðar í þeirri stöðu, til að mynda í Kópavogi og Mosfellsbæ. „Ég er ekki hrædd við eitt eða neitt núna, nóttin er ung“ segir Rósa, spurð hvort hún óttist að Framsókn rjúfi meirihlutann og fari yfir til Samfylkingarinnar. Hefði viljað halda fimmta manninum Rósa segist hefði viljað halda fimmta bæjarstjórnarmanni flokksins en hún hefur þó alls ekki misst vonina. Hún þekkir það nefnilega vel að fimmti maður geti dottið inn seinna. Fyrir fjórum árum bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig fimmta manni þegar lokatölur voru kynntar. Hver sem lokaniðurstaðan verður segir Rósa að kosningabaráttan hafi verið frábær, heiðarleg og skemmtileg.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira