Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir Sunna Valgerðardóttir skrifar 14. maí 2022 07:00 Selma endaði í ofbeldissambandi með manni sem hún kynnist á kakó-helgi úti á landi. Maðurinn var að halda kakóathafnir víða, en beitti Selmu miklu ofbeldi á meðan þau voru saman. Vísir/Arnar „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Í Kompás segja viðmælendur frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. Það var engin leið fyrir Selmu Kröyer að vita að sakleysisleg kakóhelgi úti á landi mundi leiða af sér áföll og ofbeldissamband. Hún var búin að vera edrú í nokkur ár þegar hún ákvað að skella sér og hafði góða reynslu af hugleiðsluhringjum og kakóathöfnum. „Það er mjög mikið crossover inni á 12 sporafundum og inni i andlega heiminum. Það er stór hópur innan fundanna sem er mikið að sækjast í svona.. Jóga, hugleiðslu, kakó, svett,“ segir Selma. Seremóníukakó er hreint og ósætt, unnið úr risavöxnum fræjum kakóplöntunnar. Það inniheldur mikið magnesíum, er ríkt af andoxunarefnum, er örvandi, eykur blóðflæði og hjartslátt. Kakóathafnir hefjast á kyrrðarstund þar sem kakóið er drukkið í sameiningu og síðar tekur hugleiðsla eða önnur andleg iðkun við. Andlegir áhrifavaldar á Instagram Selma fylgdi alls kyns áhrifavöldum á Instagram og hreifst því sem þeir voru að gera. Og þar er sannarlega af nógu að taka. Hún sótti það sem kallast Kakó-retreat til eins þeirra, ásamt nokkuð stórum hópi fólks, sem varði yfir heila helgi. „Það var farið í náttúruferðir, rosa mikið verið að drekka kakó og borða veganmat, stunda jóga og hugleiðslur. Og svo átti maður að standa upp fyrir framan alla og segja frá einhverju djúpu leyndarmáli.“ „En þetta er ekki öruggt umhverfi, þó að manni gæti liðið þannig þá er það ekki. Það er enginn sem er hæfur til að grípa þig eða hjálpa þér í gegn um þetta.“ Leiðbeinendur í mikilli valdastöðu „Leiðbeinendurnir voru bara tveir einstaklingar sem voru að setja sig í sæti leiðbeinanda og allir áttu að sækjast í að fylgja þeirra lífsstefnu,“ segir Selma. „Það fannst mér svolítið hættulegt af því að þau eru í valdastöðu. Þau eru ekki menntaðir sálfræðingar sem vita hvað þau eru að gera. Þetta er bara eitthvað fólk sem heldur að þau viti betur en allir aðrir.“ „Það er rosalega mikill þrýstingur á að opna á gömul sár og allskonar hluti sem er virkilega erfitt að díla við.“ Það var par, íslensk kona ásamt kærasta sínum, sem leiddi athafnirnar þessa helgi. Konan er mjög virk í andlega heiminum enn í dag. Selma segir að ein krafan hafi verið að berskjalda sig fyrir framan hópinn og afhjúpa eitthvað djúpt leyndarmál. „Það skapast mikill hópþrýstingur þarna, að því að allir eiga að standa upp og sýna hvað þau eru hugrökk og sterk og tilbúin að fara þessa leið,“ segir Selma. „Að stíga inn í óttann. Live up to their full potential. Verða besta útgáfan af sjálfum sér. Og svo framvegis.“ Bróðirinn veitti henni athygli Selma var fyrst í hópnum til að segja frá og deildi sínum ótta og óöryggi. „Þegar athöfnin var búin vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera og mér leið ógeðslega illa. En svo reynir maður að ýta því til hliðar til að fara í næstu fossaferð eða eitthvað. Mér leið eins og ég væri búin að opna á eitthvað sár og það var bara þarna.“ Bróðir konunnar sem var að halda viðburðina var líka á staðnum. Hann var mjög áberandi og heillandi, að sögn Selmu, sem hann sýndi strax mikla athygli. Þau vörðu tíma saman alla helgina. „Mér fannst hann alveg sjúklega sjarmerandi, mikill húmoristi og mjög heillandi. Hann kemur þarna inn, er mjög opinn og fangar herbergið. Nær einhvern veginn til allra.“ Hann knúsaði Selmu, huggaði hana og hrósaði henni. Svo kyssast þau. „Þetta var allt rosalega skrýtið þegar ég hugsa til baka núna. Ástandið sem ég var í og aðstæðurnar sem við vorum í, þá var þetta bara rosalega, rosalega hættulegt.“ Bað um kynlíf um leið og heim var komið Og þegar heim var komið, eftir helgina, þá var hún alveg búin á því. „Ég var búin að opna á allskonar og ég lagðist bara upp í rúm og grenjaði. Þetta ruglaði alveg í kerfinu manns.“ Maðurinn hafði samband skömmu síðar og Selma þorði ekki öðru en að fara til hans þegar hann falaðist eftir kynlífi. „Það var mjög ofbeldisfullt, hann lét mig gera það sem hann vildi og gekk yfir allskonar mörk.“ „Svo erum við vinir í einhverja mánuði eftir þetta og ég þorði aldrei að segja nei við hann, þorði aldrei að setja mörk.“ Svolítið cult-like Maðurinn hélt reglulega kakóseremóníur hingað og þangað, sem Selma hjálpaði honum oft við að undirbúa. Smám saman reyndi hann að ná stjórn á nær öllu lífi hennar. Hún náði loks að losna frá honum, en frétti áfram af honum frá öðrum sem sóttu kakó-námskeiðin til hans. „Þegar ég horfi til baka núna sé ég að þetta er alveg svolítið cult-like,“ segir hún. „Það hræddi mig svo sjúklega mikið að þessi gæi væri með aðgang að öllu þessu fólki. Sem ég frétti líka að hann væri að veiða úr 12 spora samtökum.“ Leitaði allra leiða til að líða betur Kolbeinn Sævarsson hefur slæma reynslu af sama manni. Hann á sjálfur erfiða sögu að baki og byrjaði ungur að deyfa sig með efnum. Þegar að hætti að virka leitaði hann annarra lausna. „Allskonar samkomur, hugleiðsluhópar, 12 spora samtök, sálfræðingar, geðlæknar, þerapistar, prestar,“ telur hann upp. Og svo kakó-retreat. Hann sótti sams konar námskeið og Selma, hjá sama manni, sem hann hafði líka kynnst í 12 spora samtökum. „Ég hef verið beittur mjög miklu andlegu ofbeldi og það hefur mjög mikið verið farið yfir mín mörk í lífinu. Þannig að ég er fljótur að spotta svoleiðis,“ segir Kolbeinn. „Það er náttúrulega mjög hættulegt að sölsa undir sig svona hóp.“ „Við vorum um 20 einstaklingar, og mikið af þeim nýkomnir úr meðferð og margir með vandamál, andleg vandamál, geðræn vandamál,“ segir Kolbeinn. „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Kolbeinn hafði verið leitandi lengi að leiðum til að láta sér líða betur og hafði glímt við vanlíðan frá æsku. Hann er næmur á andlegt ofbeldi og óeðlilegar aðstæður og fann strax að þarna var ekki allt með felldu.Vísir/Arnar Allir áttu að deila og opna sig Eins og gerðist í kakó-helginni sem Selma fór í, þá var ætlast til þess í hópnum sem Kolbeinn var í að allir ættu að opna sig, tala um áföllin sín eða það sem fólki leið illa yfir. Sumir eiga mjög auðvelt með að tala um sín áföll, ég er ekki einn af þeim.“ Kolbeinn reyndi að láta vita af óánægju sinni og gagnrýndi aðferðir leiðbeinandans. „Ég sagði honum að upplifun mín hafi ekki verið góð og að hann ætti að taka meiri ábyrgð á því sem fer fram í svona ferð. Til dæmis að útskýra betur hvað þetta kakó er, því það fer mismunandi í fólk. Sumir njóta góðs af því en þetta fer illa í mig. En hann var ekki tilbúinn að taka ábyrgð á þessu apparati sem hann var að gera út,“ segir Kolbeinn. „Hann var að gera sig út fyrir að vera bestur í þessu at the moment, og var að merkja sig með því. Og mig grunaði að hann mundi ekki taka gagnrýni vel.“ Eins og varð svo raunin. „Hann tók þessu alls ekki vel. Sagði eitthvað um að þarna væru 19 einstaklingar sem fannst þetta allt í lagi. Svo var ég bara eitthvað einn að væla,“ segir Kolbeinn. „Svona menn sjá náttúrulega bara þjáninguna hjá fólki og að þeir geti grætt á því. Annað hvort fjárhagslega eða bara að með því að drottna yfir öðrum líður þeim eitthvað stærri.“ Ekki flókið að þykjast vera leiðtogi Kolbeinn bendir réttilega á að allar helstu aðferðir sem leiðtogar í hinum andlega heimi beita, eru aðgengilegar á netinu. „Ef maður nennir að hafa smá fyrir þessu þá er ekkert mál að stúdera ákveðna hugmyndafræði og kynna sig sem einhvers konar leiðtoga,“ segir hann. „Það skiptir svo miklu máli hver er að stjórna.“ „Ef það er eitraður einstaklingur að leiða þá geta svona viðburðir skaðað fólk sem á erfitt með að setja mörk.“ „Fólk trúir yfirleitt á þá einstaklinga sem reyna að sannfæra aðra um að þeir hafi einhverja lausn. Því flest fólk vill lausn í sitt líf.“ Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum Kompás er maðurinn sem um ræðir hættur að halda kakóseremóníur. Systir hans, sem var rætt hér um fyrr í greininni, hafði sömuleiðis samband við fréttamann Kompáss eftir að þátturinn fór í loftið og undirstrikaði að hún væri ekki að vinna með bróður sínum. Kompás Trúmál Jóga Tengdar fréttir Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Það var engin leið fyrir Selmu Kröyer að vita að sakleysisleg kakóhelgi úti á landi mundi leiða af sér áföll og ofbeldissamband. Hún var búin að vera edrú í nokkur ár þegar hún ákvað að skella sér og hafði góða reynslu af hugleiðsluhringjum og kakóathöfnum. „Það er mjög mikið crossover inni á 12 sporafundum og inni i andlega heiminum. Það er stór hópur innan fundanna sem er mikið að sækjast í svona.. Jóga, hugleiðslu, kakó, svett,“ segir Selma. Seremóníukakó er hreint og ósætt, unnið úr risavöxnum fræjum kakóplöntunnar. Það inniheldur mikið magnesíum, er ríkt af andoxunarefnum, er örvandi, eykur blóðflæði og hjartslátt. Kakóathafnir hefjast á kyrrðarstund þar sem kakóið er drukkið í sameiningu og síðar tekur hugleiðsla eða önnur andleg iðkun við. Andlegir áhrifavaldar á Instagram Selma fylgdi alls kyns áhrifavöldum á Instagram og hreifst því sem þeir voru að gera. Og þar er sannarlega af nógu að taka. Hún sótti það sem kallast Kakó-retreat til eins þeirra, ásamt nokkuð stórum hópi fólks, sem varði yfir heila helgi. „Það var farið í náttúruferðir, rosa mikið verið að drekka kakó og borða veganmat, stunda jóga og hugleiðslur. Og svo átti maður að standa upp fyrir framan alla og segja frá einhverju djúpu leyndarmáli.“ „En þetta er ekki öruggt umhverfi, þó að manni gæti liðið þannig þá er það ekki. Það er enginn sem er hæfur til að grípa þig eða hjálpa þér í gegn um þetta.“ Leiðbeinendur í mikilli valdastöðu „Leiðbeinendurnir voru bara tveir einstaklingar sem voru að setja sig í sæti leiðbeinanda og allir áttu að sækjast í að fylgja þeirra lífsstefnu,“ segir Selma. „Það fannst mér svolítið hættulegt af því að þau eru í valdastöðu. Þau eru ekki menntaðir sálfræðingar sem vita hvað þau eru að gera. Þetta er bara eitthvað fólk sem heldur að þau viti betur en allir aðrir.“ „Það er rosalega mikill þrýstingur á að opna á gömul sár og allskonar hluti sem er virkilega erfitt að díla við.“ Það var par, íslensk kona ásamt kærasta sínum, sem leiddi athafnirnar þessa helgi. Konan er mjög virk í andlega heiminum enn í dag. Selma segir að ein krafan hafi verið að berskjalda sig fyrir framan hópinn og afhjúpa eitthvað djúpt leyndarmál. „Það skapast mikill hópþrýstingur þarna, að því að allir eiga að standa upp og sýna hvað þau eru hugrökk og sterk og tilbúin að fara þessa leið,“ segir Selma. „Að stíga inn í óttann. Live up to their full potential. Verða besta útgáfan af sjálfum sér. Og svo framvegis.“ Bróðirinn veitti henni athygli Selma var fyrst í hópnum til að segja frá og deildi sínum ótta og óöryggi. „Þegar athöfnin var búin vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera og mér leið ógeðslega illa. En svo reynir maður að ýta því til hliðar til að fara í næstu fossaferð eða eitthvað. Mér leið eins og ég væri búin að opna á eitthvað sár og það var bara þarna.“ Bróðir konunnar sem var að halda viðburðina var líka á staðnum. Hann var mjög áberandi og heillandi, að sögn Selmu, sem hann sýndi strax mikla athygli. Þau vörðu tíma saman alla helgina. „Mér fannst hann alveg sjúklega sjarmerandi, mikill húmoristi og mjög heillandi. Hann kemur þarna inn, er mjög opinn og fangar herbergið. Nær einhvern veginn til allra.“ Hann knúsaði Selmu, huggaði hana og hrósaði henni. Svo kyssast þau. „Þetta var allt rosalega skrýtið þegar ég hugsa til baka núna. Ástandið sem ég var í og aðstæðurnar sem við vorum í, þá var þetta bara rosalega, rosalega hættulegt.“ Bað um kynlíf um leið og heim var komið Og þegar heim var komið, eftir helgina, þá var hún alveg búin á því. „Ég var búin að opna á allskonar og ég lagðist bara upp í rúm og grenjaði. Þetta ruglaði alveg í kerfinu manns.“ Maðurinn hafði samband skömmu síðar og Selma þorði ekki öðru en að fara til hans þegar hann falaðist eftir kynlífi. „Það var mjög ofbeldisfullt, hann lét mig gera það sem hann vildi og gekk yfir allskonar mörk.“ „Svo erum við vinir í einhverja mánuði eftir þetta og ég þorði aldrei að segja nei við hann, þorði aldrei að setja mörk.“ Svolítið cult-like Maðurinn hélt reglulega kakóseremóníur hingað og þangað, sem Selma hjálpaði honum oft við að undirbúa. Smám saman reyndi hann að ná stjórn á nær öllu lífi hennar. Hún náði loks að losna frá honum, en frétti áfram af honum frá öðrum sem sóttu kakó-námskeiðin til hans. „Þegar ég horfi til baka núna sé ég að þetta er alveg svolítið cult-like,“ segir hún. „Það hræddi mig svo sjúklega mikið að þessi gæi væri með aðgang að öllu þessu fólki. Sem ég frétti líka að hann væri að veiða úr 12 spora samtökum.“ Leitaði allra leiða til að líða betur Kolbeinn Sævarsson hefur slæma reynslu af sama manni. Hann á sjálfur erfiða sögu að baki og byrjaði ungur að deyfa sig með efnum. Þegar að hætti að virka leitaði hann annarra lausna. „Allskonar samkomur, hugleiðsluhópar, 12 spora samtök, sálfræðingar, geðlæknar, þerapistar, prestar,“ telur hann upp. Og svo kakó-retreat. Hann sótti sams konar námskeið og Selma, hjá sama manni, sem hann hafði líka kynnst í 12 spora samtökum. „Ég hef verið beittur mjög miklu andlegu ofbeldi og það hefur mjög mikið verið farið yfir mín mörk í lífinu. Þannig að ég er fljótur að spotta svoleiðis,“ segir Kolbeinn. „Það er náttúrulega mjög hættulegt að sölsa undir sig svona hóp.“ „Við vorum um 20 einstaklingar, og mikið af þeim nýkomnir úr meðferð og margir með vandamál, andleg vandamál, geðræn vandamál,“ segir Kolbeinn. „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Kolbeinn hafði verið leitandi lengi að leiðum til að láta sér líða betur og hafði glímt við vanlíðan frá æsku. Hann er næmur á andlegt ofbeldi og óeðlilegar aðstæður og fann strax að þarna var ekki allt með felldu.Vísir/Arnar Allir áttu að deila og opna sig Eins og gerðist í kakó-helginni sem Selma fór í, þá var ætlast til þess í hópnum sem Kolbeinn var í að allir ættu að opna sig, tala um áföllin sín eða það sem fólki leið illa yfir. Sumir eiga mjög auðvelt með að tala um sín áföll, ég er ekki einn af þeim.“ Kolbeinn reyndi að láta vita af óánægju sinni og gagnrýndi aðferðir leiðbeinandans. „Ég sagði honum að upplifun mín hafi ekki verið góð og að hann ætti að taka meiri ábyrgð á því sem fer fram í svona ferð. Til dæmis að útskýra betur hvað þetta kakó er, því það fer mismunandi í fólk. Sumir njóta góðs af því en þetta fer illa í mig. En hann var ekki tilbúinn að taka ábyrgð á þessu apparati sem hann var að gera út,“ segir Kolbeinn. „Hann var að gera sig út fyrir að vera bestur í þessu at the moment, og var að merkja sig með því. Og mig grunaði að hann mundi ekki taka gagnrýni vel.“ Eins og varð svo raunin. „Hann tók þessu alls ekki vel. Sagði eitthvað um að þarna væru 19 einstaklingar sem fannst þetta allt í lagi. Svo var ég bara eitthvað einn að væla,“ segir Kolbeinn. „Svona menn sjá náttúrulega bara þjáninguna hjá fólki og að þeir geti grætt á því. Annað hvort fjárhagslega eða bara að með því að drottna yfir öðrum líður þeim eitthvað stærri.“ Ekki flókið að þykjast vera leiðtogi Kolbeinn bendir réttilega á að allar helstu aðferðir sem leiðtogar í hinum andlega heimi beita, eru aðgengilegar á netinu. „Ef maður nennir að hafa smá fyrir þessu þá er ekkert mál að stúdera ákveðna hugmyndafræði og kynna sig sem einhvers konar leiðtoga,“ segir hann. „Það skiptir svo miklu máli hver er að stjórna.“ „Ef það er eitraður einstaklingur að leiða þá geta svona viðburðir skaðað fólk sem á erfitt með að setja mörk.“ „Fólk trúir yfirleitt á þá einstaklinga sem reyna að sannfæra aðra um að þeir hafi einhverja lausn. Því flest fólk vill lausn í sitt líf.“ Þess ber að geta að samkvæmt upplýsingum Kompás er maðurinn sem um ræðir hættur að halda kakóseremóníur. Systir hans, sem var rætt hér um fyrr í greininni, hafði sömuleiðis samband við fréttamann Kompáss eftir að þátturinn fór í loftið og undirstrikaði að hún væri ekki að vinna með bróður sínum.
Kompás Trúmál Jóga Tengdar fréttir Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00 Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01 Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. 12. maí 2022 07:00
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. 10. maí 2022 07:01
Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 9. maí 2022 18:31