Hverjum treystir þú? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2022 16:21 Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun