Árangur í þágu borgarbúa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2022 07:46 Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka. Árangur og ábyrgð Stefna Viðreisnar í Reykjavík er skýr hvað þetta varðar og árangur flokksins í borgarstjórn talar líka sínu máli. Við viljum gæta að hagsmunum allra borgarbúa og beitum okkur fyrir frjálslyndum og réttlátum umbótum í þeirra þágu. Rauði þráðurinn í stefnu okkar hefur ávallt verið sá að sýna ábyrgð og vanda til verka þegar farið er með völdin. Fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þýðir það að halda áfram ábyrgum rekstri á sama tíma og staðið er vörð um grunnþjónustuna. Þetta hefur einkennt okkar störf í borginni undir forystu Þórdísar Lóu, formanns borgarráðs, sem fer núna aftur fram sem oddviti flokksins. Staðreyndirnar liggja fyrir og þær sýna að fjárhagsstaðan er sterk. Skuldahlutfall borgarsjóðs er vel undir viðmiðum og skuldir á hvern íbúa eru lægri en í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þessari braut þarf að halda áfram til að styrkja stöðu borgarinnar enn frekar. Það er einmitt á grundvelli góðs árangurs og skýrrar framtíðarstefnu sem við gerum umbæturnar að veruleika. Í anda þessa hefur Viðreisn kynnt ítarlega stefnumálaskrá fyrir næsta tímabil. Málefnin ráða för Við viljum til dæmis lækka fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði, sem mun koma sér vel fyrir fyrirtæki sem sjá fram á sífellt hækkandi rekstrarkostnað vegna hækkana á fasteignamati. Við viljum líka styrkja skólana til að geta mætt öllum nemendum betur og gefa foreldrum val með því að auka framlag til sjálfstætt starfandi skóla gegn því að þeir taki ekki skólagjöld af foreldrum. Styrkja menntakerfið og stöðu barnafjölskyldna á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf. Þrátt fyrir mikinn árangur í rekstri eru svo líka tækifæri til að gera enn betur, meðal annars með stafrænni umbreytingu, fleiri útboðum á þjónustu og með því að losa um eignir á samkeppnismarkaði. Í húsnæðismálum er stefna okkar sú að lækka kostnað við nýbyggingar með einfaldara regluverki og tryggja nægilegt lóðaframboð á sama tíma og þéttingarstefnunni er fylgt eftir. Við höfum sýnt það í borgarstjórn að bæði er hægt. Á síðustu þremur árum hefur fullgerðum íbúðum fjölgað umtalsvert og stefnt er að enn frekari uppbyggingu á næstunni. Þúsundir íbúða munu rísa í Ártúnsholti, Úlfarsárdal, Gufunesi og Skerjafirði. Við viljum svo líka skipuleggja meiri byggð á Kjalarnesi. Ekki síst til að styrkja þar nærþjónustu. Skipulagsmál borgarinnar hafa því verið í góðum höndum undir formennsku okkar fulltrúa, Pawel Bartoszek, sem sækist eftir áframhaldandi stuðningi til góðra verka. Svipaðar sögur fara af metnaðarfullum verkefnum í samgöngumálum. Tekist hefur að efla almenningssamgöngur og undirbúningur hafinn að Borgarlínu. Því næst þarf auðvitað að hefja flutning flugvallarins úr Vatnsmýri, sem lengi hefur staðið til en stjórnarflokkarnir reynt að tefja hvað eftir öðru. Það má nefnilega ekki gleymast að framboðin sem nú fara fram verða ekki slitin frá þeim flokkum sem á bak við þau standa. Málefnin ráða för en trúverðugleikinn kemur líka sterkt við sögu. Höfum þetta hugfast og kjósum áframhaldandi árangur og ábyrgð á kjördag næsta laugardag. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun