Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 22:30 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, varar við of miklum leiguhækkunum og kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í markaðinn. Efling Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán. Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán.
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira