Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 10. maí 2022 11:16 Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun