Ölgerðin hagnaðist um 1,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 17:31 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarða króna eftir skatta á seinasta fjárhagsári samanborið við 728 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB. Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB.
Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31