Tímamótasamkomulag í höfn Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 12:01 Blikastaðaland er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er á sveitarfélagamörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vesturlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar. Google Maps Húsnæði fyrir rúmlega 9.000 íbúa mun rísa í Blikastaðalandi í Mosfellsbæ á næstu árum, en nú eru íbúarnir um 13.500. Í morgun var undirritað samkomulag landeiganda og sveitarfélags um uppbyggingu á stærsta óbyggða landsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Á risastóru landsvæði sem nú er að mestu tún og nokkrir sveitabæir rís þétt og fjölbreytt byggð. Blikastaðaland er um 90 hektara landsvæði - nú hálfgert einskismannsland á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en er þó hluti af Mosfellsbæ. Eftir 10-15 ár, ef allt fer að óskum, gæti þar verið hafin starfsemi tveggja skóla, fjögurra leikskóla og fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. „Þetta er sjálfsagt einn stærsti uppbyggingarsamningur sem nokkurt sveitarfélag hefur gert, geri ég ráð fyrir,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 3500-3700 íbúðir boðaðar í miðri húsnæðiskreppu og rétt fyrir kosningar... Er tímasetningin tilviljun? „Já, hún er það í raun og veru,“ segir Haraldur. „Við byrjuðum á þessu verkefni í upphafi kjörtímabilsins, einsettum okkur að klára það og höfum unnið mjög mikið að alls konar faglegum þáttum. Eins og forsendum rammaskipulags, það er búið að setja það í rýnihópa og skoða það ofan í kjölinn hvað þarf hér af innviðum. Skipulagsforsendurnar eiga síðan eftir að fara í skipulagsferli með aðkomu íbúanna og til þess að geta síðan haldið áfram þessu verkefni þarf að ganga frá samkomulagi um það. Og það bara tókst ekki fyrr en núna, það kom kosningum ekkert við,“ segir Haraldur. Lengi hefur staðið til að hrinda af stað skipulagi í Blikastaðalandi en það er ekki hlaupið að því að koma á samningum á milli landeiganda og sveitarfélags um útfærslu á svona stóru svæði. Arion banki eignaðist landið eftir efnahagshrun og hefur átt síðan. Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn.TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Benedikt Gíslason bankastjóri segir að bankinn komi til móts við sveitarfélagið með sérstaklega háum fjárhæðum til að sveitarfélagið geti byggt upp innviði á staðnum, skóla og annað. „Það er verið að stíga stærri skref en áður í því, bæði í fjárhæðum og kannski í prósentum talið. Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það er auðvitað ljóst að mikil hækkun á íbúðaverði hefur áhrif á okkar viðskiptavini og samfélagið allt og þetta er vonandi leið til að létta af þessari pressu sem hefur verið,“ segir Benedikt. Gamlar tillögur ASK að skipulagi á svæðinu, sem tengjast þó ekki þeim sem nú verða gerðar.ASK
Íslenskir bankar Skipulag Mosfellsbær Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira