Geðheilsa á ekki að vera forréttindi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2022 07:01 Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Geðheilbrigði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda. Þrátt fyrir að geðsjúkdómar sé einn stærsti vandi nútímasamfélags og sjálfvígstölur háar víðsvegar um heim, er Dannmörk, nágrannaþjóð okkar sem við berum okkur reglulega saman við lægst þar á lista. Og liggur því ljóst fyrir að við getum gert mun betur og verðum að gera mun betur í geðheilbrigðismálum enda spurning um líf ungra sem eldri einstaklinga í þjóðfélaginu okkar. Valkostir og fórnarkostnaður Þegar fjármagn er af skornum skammti og ákveða þarf hvað skal velja og hverju skal fórna er horft til fórnarkostnaðar. Fórnakostnaður er sá kostnaður sem tapast við að velja ekki ákveðinn valmöguleika. Seinustu ár hefur Íslenska ríkið eytt 11 milljörðum í PCR próf vegna COVID-19. Hversu mörgum mannslífum björguðu þessar 11 milljarðar? Var borið saman hversu mörgum mannslífum þau höfðu bjargað hefði fjármagnið farið til geðheilbrigðismála?Nú liggur fyrir að geðdeild Landspítalans er í ómannúðlegum húsakynnum þar sem aðstæðan er óboðleg ásamt því að plássleysi er ríkjandi. Þrátt fyrir að margoft sé búið að vekja athygli á þessum vanda þótti ekki tilefni til að gera ráð fyrir nýrri geðdeild á nýja Landspítalanum. Vissulega er hægt að sækja sér sálfræðiaðstoð á einkareknum stofum en viðtalstíminn kostar þar á bilinu 17-21.000 og biðtími allt að 3-6 mánuðir. Nýjustu fréttir sýna að heilsugæslurnar hafa ekki undan að sinna tilfellum sem koma inn á borð þar og allt að árs bið eftir sálfræðiaðstoð. Geðheilbrigði á ekki að vera forréttindi byggð á efnahag einstaklings og því mikilvægt að bregðast strax við þessum vanda, koma sálfræðingum inn í alla grunn og framhaldsskóla á landinu ásamt því að fara í róttækar breytingar á heilbrigðiskerfinu þegar kemur að geðheilsu. Geðheilbrigðismál og sérstaklega forvarnir gegn sjálfsvígum standa mér afar nærri. Ég nýti hvert færi sem gefst til að vekja athygli á þessum risastóru málum og berjast fyrir úrbótum, nú síðast með því að taka sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum. Höfundur skipar 8. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun