Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. maí 2022 20:01 Einar Snorri fyrsti breik-dansari landsins. Fólk á öllum aldri sameinast í dansverkinu Ball. Hörður Sveinsson Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni. Danshöfundarnir Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts.Aðsend Sameiginleg ást á dansi Á balli koma saman atvinnudansarar og áhugadansarar - Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, samkvæmisdans stjarna, freestyle goðsögn, bollýwood dansari, streetdansari, dansarar Íslenska dansflokksins, gó-gó dansari, dansnemandi og nútímadansari sem elskar að dansa við Bob Marley. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er ást þeirra á dansi. Ball býður dans elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mismunandi bakgrunn og reynslu að stíga upp á svið og dansa saman. Hvert og eitt þeirra býður upp á dans, velur sína tónlist og finnur leið til þess að deila sínum dansi með hópnum. Dansinn á ekki bara að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa alla þessa dansa saman. Rétt eins og gerist á balli. Ball snýst meðal annars um upplifun fólks á að dansa saman.Hörður Sveinsson Hvaðan sækið þið innblástur fyrir sýningunni ball?Við sækjum innblástur í dansarana sem við erum að vinna með. Það eru dansararnir sem koma fram á Ballinu sem þessi sýning er. Það eru allskonar dansarar með ólíka bakgrunna og öll koma með sinn dans á Ball. Þau og þeirra hæfileikar í dansi búa til sýninguna. Eftir tímana sem við höfum gengið í gegnum undanfarið er einnig auðvelt að fá innblástur frá tilfinningunni sem fylgir því að sjá fólk koma saman, hanga saman, dansa saman og finna tengingar. Hugmyndin um að koma saman var auðvitað mjög sjálfsögð áður fyrr en eftir Covid hefur þetta fengið nýja og þýðingarmeiri merkingu. Er algengt að dansarar með ólíka sérhæfingu sameinist í verki? Það er örugglega ekki algengt að ólíkir dansarar sameinist í einu verki. Í þessu verki sjáum við ballettdansara, break-dansara, bollýwood dansara, street-dansara, K-pop dansara, freestyle goðsögn, samkvæmisdansara og gógó-dansara öll dansa saman. Aldursbilið er líka breitt en yngsti dansarinn er tólf ára og sú elsta er í kringum áttrætt. Dansgleðin er smitandi.Hörður Sveinsson Hefur verkið verið lengi í vinnslu? Já verkið hefur verið frekar lengi í vinnslu. Covid er búið að stoppa það nokkrum sinnum, æfingar og fresta frumsýningu um ár, svo núna er komið að því og við vonum að það sé tilbúið. Hvernig hefur ferlið gengið? Ferlið hefur bara verið æðislegt. Það var náttúrulega erfitt fyrst þegar Covid var alltaf að setja á okkur hindranir en á sama tíma var það bara gott af því þá náðum við að melta verkið og hugmyndina betur og það bara gaf okkur lengri tíma til þess að prófa hluti. Núna síðustu vikur hafa verið frábærar. Hópurinn vinnur vel saman.Hörður Sveinsson Hópurinn smellur saman og það er æðislegt að sjá svona ólíka dansara dansa saman. Þau hlusta vel á hvort annað og gefa hvort öðru rými til þess að láta ljós sitt skína. Annað sem þið viljið taka fram? Við bara mælum með að fólk skelli sér á Ball. Við lofum stuði og stemningu! Dansverkið Ball verður frumsýnt næstkomandi föstudag.Hörður Sveinsson Dans Menning Leikhús Ballett Tengdar fréttir „Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30 Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. 5. september 2021 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Danshöfundarnir Ásrún Magnúsdóttir og Alexander Roberts.Aðsend Sameiginleg ást á dansi Á balli koma saman atvinnudansarar og áhugadansarar - Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, samkvæmisdans stjarna, freestyle goðsögn, bollýwood dansari, streetdansari, dansarar Íslenska dansflokksins, gó-gó dansari, dansnemandi og nútímadansari sem elskar að dansa við Bob Marley. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er ást þeirra á dansi. Ball býður dans elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mismunandi bakgrunn og reynslu að stíga upp á svið og dansa saman. Hvert og eitt þeirra býður upp á dans, velur sína tónlist og finnur leið til þess að deila sínum dansi með hópnum. Dansinn á ekki bara að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa alla þessa dansa saman. Rétt eins og gerist á balli. Ball snýst meðal annars um upplifun fólks á að dansa saman.Hörður Sveinsson Hvaðan sækið þið innblástur fyrir sýningunni ball?Við sækjum innblástur í dansarana sem við erum að vinna með. Það eru dansararnir sem koma fram á Ballinu sem þessi sýning er. Það eru allskonar dansarar með ólíka bakgrunna og öll koma með sinn dans á Ball. Þau og þeirra hæfileikar í dansi búa til sýninguna. Eftir tímana sem við höfum gengið í gegnum undanfarið er einnig auðvelt að fá innblástur frá tilfinningunni sem fylgir því að sjá fólk koma saman, hanga saman, dansa saman og finna tengingar. Hugmyndin um að koma saman var auðvitað mjög sjálfsögð áður fyrr en eftir Covid hefur þetta fengið nýja og þýðingarmeiri merkingu. Er algengt að dansarar með ólíka sérhæfingu sameinist í verki? Það er örugglega ekki algengt að ólíkir dansarar sameinist í einu verki. Í þessu verki sjáum við ballettdansara, break-dansara, bollýwood dansara, street-dansara, K-pop dansara, freestyle goðsögn, samkvæmisdansara og gógó-dansara öll dansa saman. Aldursbilið er líka breitt en yngsti dansarinn er tólf ára og sú elsta er í kringum áttrætt. Dansgleðin er smitandi.Hörður Sveinsson Hefur verkið verið lengi í vinnslu? Já verkið hefur verið frekar lengi í vinnslu. Covid er búið að stoppa það nokkrum sinnum, æfingar og fresta frumsýningu um ár, svo núna er komið að því og við vonum að það sé tilbúið. Hvernig hefur ferlið gengið? Ferlið hefur bara verið æðislegt. Það var náttúrulega erfitt fyrst þegar Covid var alltaf að setja á okkur hindranir en á sama tíma var það bara gott af því þá náðum við að melta verkið og hugmyndina betur og það bara gaf okkur lengri tíma til þess að prófa hluti. Núna síðustu vikur hafa verið frábærar. Hópurinn vinnur vel saman.Hörður Sveinsson Hópurinn smellur saman og það er æðislegt að sjá svona ólíka dansara dansa saman. Þau hlusta vel á hvort annað og gefa hvort öðru rými til þess að láta ljós sitt skína. Annað sem þið viljið taka fram? Við bara mælum með að fólk skelli sér á Ball. Við lofum stuði og stemningu! Dansverkið Ball verður frumsýnt næstkomandi föstudag.Hörður Sveinsson
Dans Menning Leikhús Ballett Tengdar fréttir „Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30 Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. 5. september 2021 11:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Samfélagsleg tabú virðast ekki eiga við í þessari sköpun“ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi um helgina verkið Rhythm of Poison. 3. mars 2020 09:30
Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum. 5. september 2021 11:00