Kjósum Þorgerði – um formannskjör Félags grunnskólakennara Silja Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:30 Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Sjá meira
Kæru grunnskólakennarar, Á mánudaginn hefjast kosningar til formanns Félags grunnskólakennara sem standa fram á laugardag. Við getum valið um 3 aðila og það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar. Ég styð Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur til áframhaldandi starfa, enda þykir mér hún hafa staðið sig með stakri príði sem formaður félagsins okkar. Þorgerður er réttsýn og ákveðin baráttukona, húmoristi, tilfinningavera og síðast en ekki síst sérfræðingur í kjara- og réttindamálum kennara. Hún er óhrædd við að fara í öll mál og tala máli kennara hvar og hvenær sem er. Þorgerður hefur ekki staðið ein í brúnni síðustu ár, með henni hefur starfað öflug stjórn sem ég er svo heppin að hafa fengið að tilheyra síðasta ½ árið eftir rúm 3 ár í samninganefnd. Með stjórninni er skólamálanefnd, samninganefnd, svæðaformenn og svæðastjórnir um allt land að ótöldum tæplega 200 trúnaðarmönnum sem starfa á vettvangi fyrir félagið. Þó að Covid hafi að sjálfsögðu litað síðustu 2 ár og tækifærin til að hittast og tengjast í raunheimum, hefur þessi hópur verið vakinn og sofinn yfir réttindum kennara og samstarfið öflugt og gott undir stjórn Þorgerðar. Ég er afar stollt af verkum forystu Félags grunnskólakennara, af öflugri réttindagæslu, að fá aftur verðmæti inn í kjarasamning án þess að selja neitt í staðinn, eftirfylgni mála og fagmennsku. Ég er stollt af öflum svæðastjórnum sem hafa unnið vel með okkur, veitt aðhald og stuðning. Ég er stollt af vel upplýstum trúnaðarmönnum sem vita hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Ég er líka stollt af starfsmönnum félagsins sem leitast við að þjónusta félagsmenn hratt og vel. Um leið og ég hvet ykkur til að kjósa Þorgerði til formanns FG, harma ég þá umræðu sem upp hefur komið í þessari kosningabaráttu. Kennarar vita öllum betur hversu hræðilegt einelti er og hversu mikilvægt er að vinna úr málum sem upp koma af alúð og virðingu við alla aðila. Öllum getur orðið á enda erum við mannleg. Það mál sem hefur verið í umræðunni er nú í farvegi innan KÍ undir stjórn formanns sambandsins Magnúsar Þórs Jónssonar, með það að markmiði að sættir náist og samskipti verði á þann hátt að sómi sé að. Það eru stór verkefni framundan hjá Félagi grunnskólakennara, að koma nýgerðum kjarasamningi í framkvæmd. Að finna lausn á styttingu vinnuvikunnar og virkja sveigjanleika í starfi kennara. Það þarf að tryggja að ákvæði um jöfnun lífeyrisréttinda verði efnd og sjá til þess að kennarar hafi rödd í þeirri vinnu sem snýr að launasetningu kvennastétta. Þá þarf að halda áfram þeirri mikilvægu vinnu að skýra framkvæmd kjarasamningsatriða sem ágreiningur hefur verið um og tryggja að réttindi glatist ekki vegna vanþekkingar. Þetta veit Þorgerður, hún hefur sýnt það og sannað að hún ræður við verkefnin og hefur á þeim þekkingu og skilning. Kjósum Þorgerði og tryggjum áframhaldandi uppbyggingu á félaginu okkar og farsæla forystu. Með virðingu og vinsemd, Silja Kristjánsdóttir, textílkennari í Sjálandsskóla.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun