Gagnsæi skapar ekki traust Henry Alexander Henrysson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun