Áttu fótum sínum fjör að launa í Faxafeni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2022 21:15 Þessir skápar hrundu í gólfið. Vísir/Egill Starfsmenn verslunar Z-brauta & gluggatjalda í Faxafeni í Reykjavík áttum fótum sínum fjör að launa í hádeginu í dag, þegar það óhapp varð að bíl var ekið inn í verslunina. „Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný. Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira
„Þetta er um tólf-leytið að það gerist að það keyrir hér bíll inn í verslunina. Það er mikil mildi að það urðu engin meiðsli á fólki. Ökumaðurinn slasaði sig ekki og enginn inn í búð virðist hafa slasað sig,“ segir Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigenda verslunarinnar í samtali við Vísi. Hann var á fullu við að laga til í versluninni þegar Vísir náði tali af honum fyrr í kvöld. Tildrög óhappsins eru óljós fyrir utan það að bílnum var ekið í gegnum glugga og inn í verslunina. Sindri Rafn Sindrason, tengdasonur eigendanna. „Ég veit ekki hvað gerist nákvæmlega. Lögregla kemur á svæðið og tekur allt þetta út en ég veit ekki hvað gerðist nákvæmlega. Þetta er bara óhapp og best að það fór ekki illa fyrir neinu fólki hérna,“ segir Sindri. „Þetta hefði getað farið svolítið illa. Það var mildi að bíllinn hafi farið á burðarbita á milli glugga en það fór hálft húddið inn í verslunina,“ segir hann enn fremur. Nokkur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina var inn í versluninni þegar bílnum var ekið þangað inn. Sindri telur að miðbitinn hafi gert það að verkum að bíllinn fór ekki lengra inn í búðina.Aðsend „Nokkrir sem voru bara tvo til þrjá metra frá bílnum þegar hann kemur inn og þurftu bara að forða sér,“ segir Sindri Mesta tjónið er fólgið í skápum sem hrundu. Í þeim voru uppsetningarbúnaður fyrir rafmagnsgardínur sem splúndraðist út um allt. Svona er umhorfs við verslunina.Vísir/Egill „Þeir sem voru inn í versluninni lýstu þessu eins og það hafi komið hvellur, eins konar sprenging, og í kjölfarið hrundi heill veggur af skápum og hillum,“ segir Sindri. „Það er talsvert fjárhagslegt tjón, bara út af búnaði og öllu sem er hérna í búðinni og svo að geta ekki afgreitt viðskiptavini.“ Fulltrúar tryggingafélaga voru fljótir á svæðið. Búið er að negla fyrir gluggana sem brotnuðu. Versluninni var lokað eftir óhappið og verður hún lokuð í einhvern tíma á meðan öllu er komið í samt horf. Svona var umhorfs eftir að búið var að fjarlægja bílinn.Aðsend „Þetta er svolítið leiðinlegt að þurfa að loka versluninni út af þessu óhappi og geta ekki verið að sinna viðskiptavinum.“ „Við ætlum að reyna að opna eins fljótt og hægt er,“ segir Sindri og bendir viðskiptavinum á að fylgjast með á samfélagsmiðlum verslunarinnar hvenær hún verður opnuð á ný.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Sjá meira