Makamál

Hefur þú verið hluti af framhjáhaldi sem endaði með sambandi?

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem hafa einhverja reynslu af framhjáhaldi. 
Spurningu vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem hafa einhverja reynslu af framhjáhaldi.  Getty

Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að þau hafi einhvern tíma verið, eða átt, viðhald en tæplega helmingur svaraði því að hafa einhverja reynslu af viðhaldi í sambandinu. 

Stundum eru leynileg ástarsambönd tímabundin en í einhverjum tilfellum verður úr samband. Oft hefur verið sagt að varasamt sé að byrja nýtt ástarsamband of fljótt eftir sambandsslit og fólk þurfi tíma til að ná áttum og jafna sig áður en byrjað er nýtt ástarsamband.

En hvernig ætli það sé þegar nýtt ástarsamband þróast út frá framhjáhaldi? 

Spurning vikunnar er sprottin út frá þessum hugrenningum og beint til allra þeirra sem hafa reynslu af framhjáhaldi. 

Hefur þú verið í framhjáhaldi sem endaði með sambandi? 


Ef þú hefur reynslu af því að byrja ástarsamband út frá framhjáhaldi og vilt deila sögu þinni er bent á netfangið [email protected]. Hundrað prósent trúnaði heitið. 



Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.


Tengdar fréttir

Hefur þú átt eða verið viðhald?

Í kjölfarið umfjöllunar undanfarið um sambandsformið fjölástir hafa vaknað upp miklar umræður á kommentakerfum sem og kaffistofum landsins. Spurningin „Afhverju halda þau ekki bara framhjá?“ er ein þeirra sem oft kemur upp. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×