Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 09:00 Elvar Örn Jónsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018. getty/Sanjin Strukic Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira