Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 18:00 Pallborðið kosningar í Eflingu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni. Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Nýi formaðurinn, Sólveig Anna Jónsdóttir, segir í færslu á Facebook von að fólk mæti á fundinn til að styðja hana og félaga hennar á B-listanum, Baráttulistanum. „Ég spyr ykkur: Ætlum við að halda áfram að byggja upp félagið á okkar eigin forsendum með okkar eigin hagsmuni í fyrirrúmi eða ætlum við að sætta okkur við að skrifstofuvirkið í Guðrúnartúni lokist á ný, sérfræðingaveldi hinnar menntuðu millistéttar taki yfir kjarabaráttuna okkar og fólk sem bókstaflega engan skilning hefur á róttækri verkalýðsbaráttu og enga getu til að leiða hana taki yfir stjórn félagsins?“ Sólveig Anna segist vona að fólk sé sammála henni um að slík framtíðarsýn sé ömurleg. „Leyfum ekki skemmdarverkum á möguleikum okkar til að ná raunverulegum árangri í baráttu verka og láglaunafólks að eiga sér stað. Stöndum saman og með okkur sjálfum.“ Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður Eflingar sem bauð sig fram til formennsku en laut í lægri haldi fyrir Sólveigu Önnu, var hugsi fyrir fundinn. „Fyrir fundinn í kvöld velti ég því aðallega fyrir mér hve miklu við viljum fórna bara fyrir ekki neitt. Ef við verkalýðurinn sem vitum sannarlega hvers virði við erum en erum við tilbúin að rífa niður aðra stétt launafólks bara afþví að.. já afþví að hvað?“ spyr Ólöf Helga. „Við fáum ekki hærri laun þó laun starfsfólks á skrifstofunni lækki. Það sem gerist er að Efling sem vinnuveitandi hefur sett það fordæmi að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Að Efling sem stéttarfélagi viðurkenni að hópuppsagnir vegna skipulagsbreytinga séu í lagi. Hvar stöndum við þá?“ Ólöf Helga segir hópuppsagnir kannski ekki svo tíðar á opinbera vinnumarkaðinum. „En við hin sem vinnum á hinum almenna vinnumarkaði erum í verri stöðu. Okkar atvinnuöryggi er ógnað með þessari ákvörðun. Erum við í alvöru tilbúin að fórna atvinnuöryggi okkar fyrir tækifæri til þess að rífa aðra stétt niður?“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira