Foreldrar hafðir að fíflum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 27. apríl 2022 07:00 Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun