Foreldraútilokun - falið vandamál? Róbert Bragason skrifar 25. apríl 2022 22:01 Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun