Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik og Valur endi í 2. og 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst í dag, þann 26. apríl, með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik og Valur endi í 2. og 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar, sömu sætum og á síðasta tímabili. Breiðablik í 2. sæti: Mikið breyttir en áfram sterkir Blikar Blikar fagna sigrinum í Lengjubikarnum.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil var sannkallað maraþontímabil hjá Breiðabliki. Liðið varð að sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Vals en varð bikarmeistari í tólfta sinn. Þá komust Blikar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem þýddi að þeir spiluðu fram í miðjan desember. Leikmenn Breiðabliks voru því eflaust orðnir ansi lúnir þegar tímabilinu lauk loks, rétt fyrir jól. Ásmundur Arnarsson tók við Breiðabliki af Vilhjálmi Kára Haraldssyni eftir fyrsta leikinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild kvenna. Ásmundur er þrautreyndur þjálfari og fær það verðuga verkefni að halda Breiðabliki á toppnum í íslenska kvennaboltanum. Eins og venjulega hefur Breiðablik misst sterka leikmenn milli tímabila. Núna munar mestu um að Agla María Albertsdóttir, besti leikmaður síðasta tímabils, er horfin á braut og skilur eftir sig stórt skarð í sóknarleik Blika. Breiðablik skoraði flest mörk allra á síðasta tímabili (59 mörk) en vörnin og markvarslan varð liðinu að falli því Blikar fengu á sig 27 mörk. Tímabilið á undan voru þau aðeins þrjú. Þrátt fyrir að hafa misst frábæra leikmenn á borð við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur var kannski mesti missirinn í markverðinum og fyrirliðanum Sonný Láru Þráinsdóttur. Telma Ívarsdóttir átti erfitt uppdráttar lengi vel á síðasta tímabili en stóð sig vel í Meistaradeildinni og ætti að vera reynslunni ríkari í sumar. Blikar eru stórveldi í íslenskum kvennabolta og verða áfram við toppinn. En þeir virðast standa Valskonum aðeins að baki eins og staðan er núna. Breiðablik Ár í deildinni: 34 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 2. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Agla María Albertsdóttir, 12 mörk Liðið og lykilmenn Eins og svo oft áður hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi Breiðabliks milli ára. Sem fyrr sagði er Agla María, jafnbesti leikmaður Blika undanfarin ár, horfin á braut. Sömu sögu er að segja af Selmu Sól Magnúsdóttur, Kristínu Dís Árnadóttur og Tiffany McCarty sem voru einnig í stórum hlutverkum hjá liðinu. Stærsti bitinn sem Blikar náðu í á félagaskiptamarkaðnum er landsliðskonan Natasha Anasi sem ætti að styrkja varnarleikinn til muna auk þess að skila mörkum eftir föst leikatriði. Karen María Sigurgeirsdóttir og Alexandra Soree komu til Blika fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust og hafa nú fengið heilt undirbúningstímabil með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Blikar sóttu líka Clöru Sigurðardóttur frá ÍBV. Þrátt fyrir að vera enn kornung býr hún yfir mikilli reynslu og eykur breiddina á miðjunni. Laufey Harpa Halldórsdóttir er lofandi leikmaður sem kom frá Fylki og þá sótti Breiðablik úkraínska miðjumanninn Önnu Petryk sem lék gegn liðinu í Meistaradeildinni. Hún hefur leikið fyrir landslið Úkraínu og spennandi verður að sjá hvað hún gerir í grænu treyjunni. Þá fékk Breiðablik ástralska framherjann Melinu Ayers og Heiðdís Lillýjardóttir snýr aftur eftir að hafa leikið sem lánsmaður með Benfica í vetur. Lykilmenn Breiðabliks Natasha Anasi, 30 ára miðvörður Karitas Tómasdóttir, 26 ára miðjumaður Hildur Antonsdóttir, 26 ára miðjumaður Fylgist með Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Vigdís Lilja Kristjánsdóttir verið viðloðandi lið Breiðabliks undanfarin ár, auk þess að spila með Augnabliki. Á síðasta tímabili skoraði hún sjö mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni og átti stóran þátt í því að Augnablikar héldu sér uppi. Vigdís Lilja er gríðarlega hæfileikarík og gæti fengið alvöru tækifæri í liði Breiðabliks í sumar. Í besta/versta falli Breiðablik er klárlega með lið sem getur orðið Íslandsmeistari, sérstaklega ef erlendu leikmennirnir reynast sterkir. Spurningarmerkin eru þó aðeins fleiri en hjá Val. Í versta falli endar Breiðablik í 2. sæti, annað árið í röð. Bilið milli Blika og hinna liðanna er einfaldlega of mikið til að þeir fari neðar í töflunni. Valur í 1. sæti: Partýið heldur áfram á Hlíðarenda Valskonur urðu Íslandsmeistarar með öruggum hætti í fyrra.vísir/hulda margrét Þó að Valur hafi misst nokkrar kanónur frá síðustu leiktíð virðist ekki nokkur spurning að sterkasti leikmannahópur landsins er áfram á Hlíðarenda og liðið er líklegast til að enda aftur á toppnum. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn snemma í fyrra. Björninn var unninn með skallamarki Málfríðar Önnu Eiríksdóttur í 1-0 sigri gegn Breiðabliki í 14. umferð, og formsatriði fyrir Val að klára dæmið og tryggja sér endanlega titilinn í næsta leik. Hrollvekjandi 7-3 tapið gegn Blikum í maí reyndist eina tapið í deildinni á tímabilinu. Pétur Pétursson er áfram með Valsliðið og áfram staðráðinn í að hafa liðið á toppnum auk þess sem fróðlegt verður að sjá hvernig Val reiðir af í Meistaradeild Evrópu þar sem stefnan hlýtur að vera sett á riðlakeppnina, og þar með leiki fram eftir vetri. Pétur er núna með Matthías Guðmundsson sér til aðstoðar en Eiður Benedikt Eiríksson, sem gegndi mikilvægu hlutverki í þjálfarateyminu, er horfinn á brott. Valskonur eru með firnasterka varnarlínu, fyrir framan landsliðsmarkvörðinn, trausta og góða miðjumenn og besta markaskorara deildarinnar, og það hljómar eins og uppskrift að öðrum titli. En 3-0 tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikarsins minnti hins vegar á að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Valur Ár í deildinni: 46 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Tólf sinnum Íslandsmeistari (síðast 2021) Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari (síðast 2011) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Elín Metta Jensen, 11 mörk Liðið og lykilmenn Dóra María Lárusdóttir er hætt eftir frábært tímabil í fyrra, Fanndís Friðriksdóttir sleit krossband í hné eftir að hafa einnig verið mikilvæg seinni hluta sumars, og Lillý Rut Hlynsdóttir fór í aðgerð vegna nárameiðsla í mars og spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust. Skarð fyrir skildi en við erum samt að tala um svo rosalega sterkan skjöld. Valskonur verða áfram með besta markvörð deildarinnar, landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur, og fyrir framan hana standa sennilega tveir bestu miðverðir landsins. Mist Edvardsdóttir var alla vega víða valin besti leikmaður deildarinnar í fyrra og Arna Sif Ásgrímsdóttir, mætt frá Þór/KA í annað sinn á ferlinum, verður við hlið hennar. Þá er landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir hægri bakvörður og vinstra megin berjast Málfríður og Anna Rakel Pétursdóttir, sem nú er heil heilsu að nýju, um stöðuna. Sem sagt frábær varnarlína, þrátt fyrir að Mary Alice Vignola sé farin í bandarísku deildina. Elín Metta Jensen var að vanda markahæst hjá Val í fyrra og ætlar að vera með liðinu í sumar þrátt fyrir orðróm um að hún væri að hætta.vísir/hulda margrét Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er svo að snúa aftur til að stýra liðinu á miðjunni, eftir að hafa eignast barn í fyrra, en missir þó af leiknum í kvöld líkt og Málfríður vegna meiðsla. Lára Kristín Pedersen átti frábæra innkomu í liðið um mitt mót í fyrra og Ásdís Karen Halldórsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir nýttu vel að fá stórt hlutverk í liðinu. Fremst er Elín Metta, þrátt fyrir eitthvað tal um að hún hafi ætlað að leggja skóna á hilluna, og Bryndís Arna Níelsdóttir er svo mætt frá Fylki til að styðja við hana en hefur reyndar verið meidd síðustu vikur. Lykilmenn Vals Sandra Sigurðardóttir, 35 ára markvörður Mist Edvardsdóttir, 31 árs varnarmaður Elín Metta Jensen, 26 ára sóknarmaður Fylgist með Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fær væntanlega tækifæri á öðrum kantinum hjá Val í upphafi móts en fær vissulega mikla samkeppni, til að mynda frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Sólveig er orðin 21 árs og þessi fljóti og öflugi leikmaður þarf núna að sýna hæfileika sem hún hefur í fleiri leikjum og gæti sprungið almennilega út í sumar. Í besta/versta falli Við búumst við því að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn og í besta falli vinnur liðið líka bikarkeppnina og kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Samkeppnin við Breiðablik gæti hins vegar orðið mikil og í versta falli endar Valur í 2. sæti, missir einnig af bikarmeistaratitlinum og fellur úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00 Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti
Venju samkvæmt spáir íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst í dag, þann 26. apríl, með tveimur leikjum. Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á meðan Stjarnan sækir ÍBV heim. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Breiðablik og Valur endi í 2. og 1. sæti Bestu deildar kvenna í sumar, sömu sætum og á síðasta tímabili. Breiðablik í 2. sæti: Mikið breyttir en áfram sterkir Blikar Blikar fagna sigrinum í Lengjubikarnum.vísir/Hulda Margrét Síðasta tímabil var sannkallað maraþontímabil hjá Breiðabliki. Liðið varð að sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Vals en varð bikarmeistari í tólfta sinn. Þá komust Blikar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem þýddi að þeir spiluðu fram í miðjan desember. Leikmenn Breiðabliks voru því eflaust orðnir ansi lúnir þegar tímabilinu lauk loks, rétt fyrir jól. Ásmundur Arnarsson tók við Breiðabliki af Vilhjálmi Kára Haraldssyni eftir fyrsta leikinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er því að hefja sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild kvenna. Ásmundur er þrautreyndur þjálfari og fær það verðuga verkefni að halda Breiðabliki á toppnum í íslenska kvennaboltanum. Eins og venjulega hefur Breiðablik misst sterka leikmenn milli tímabila. Núna munar mestu um að Agla María Albertsdóttir, besti leikmaður síðasta tímabils, er horfin á braut og skilur eftir sig stórt skarð í sóknarleik Blika. Breiðablik skoraði flest mörk allra á síðasta tímabili (59 mörk) en vörnin og markvarslan varð liðinu að falli því Blikar fengu á sig 27 mörk. Tímabilið á undan voru þau aðeins þrjú. Þrátt fyrir að hafa misst frábæra leikmenn á borð við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur var kannski mesti missirinn í markverðinum og fyrirliðanum Sonný Láru Þráinsdóttur. Telma Ívarsdóttir átti erfitt uppdráttar lengi vel á síðasta tímabili en stóð sig vel í Meistaradeildinni og ætti að vera reynslunni ríkari í sumar. Blikar eru stórveldi í íslenskum kvennabolta og verða áfram við toppinn. En þeir virðast standa Valskonum aðeins að baki eins og staðan er núna. Breiðablik Ár í deildinni: 34 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 2. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Agla María Albertsdóttir, 12 mörk Liðið og lykilmenn Eins og svo oft áður hafa orðið talsverðar breytingar á leikmannahópi Breiðabliks milli ára. Sem fyrr sagði er Agla María, jafnbesti leikmaður Blika undanfarin ár, horfin á braut. Sömu sögu er að segja af Selmu Sól Magnúsdóttur, Kristínu Dís Árnadóttur og Tiffany McCarty sem voru einnig í stórum hlutverkum hjá liðinu. Stærsti bitinn sem Blikar náðu í á félagaskiptamarkaðnum er landsliðskonan Natasha Anasi sem ætti að styrkja varnarleikinn til muna auk þess að skila mörkum eftir föst leikatriði. Karen María Sigurgeirsdóttir og Alexandra Soree komu til Blika fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta haust og hafa nú fengið heilt undirbúningstímabil með liðinu. View this post on Instagram A post shared by Blikar.is (@blikaris) Blikar sóttu líka Clöru Sigurðardóttur frá ÍBV. Þrátt fyrir að vera enn kornung býr hún yfir mikilli reynslu og eykur breiddina á miðjunni. Laufey Harpa Halldórsdóttir er lofandi leikmaður sem kom frá Fylki og þá sótti Breiðablik úkraínska miðjumanninn Önnu Petryk sem lék gegn liðinu í Meistaradeildinni. Hún hefur leikið fyrir landslið Úkraínu og spennandi verður að sjá hvað hún gerir í grænu treyjunni. Þá fékk Breiðablik ástralska framherjann Melinu Ayers og Heiðdís Lillýjardóttir snýr aftur eftir að hafa leikið sem lánsmaður með Benfica í vetur. Lykilmenn Breiðabliks Natasha Anasi, 30 ára miðvörður Karitas Tómasdóttir, 26 ára miðjumaður Hildur Antonsdóttir, 26 ára miðjumaður Fylgist með Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Vigdís Lilja Kristjánsdóttir verið viðloðandi lið Breiðabliks undanfarin ár, auk þess að spila með Augnabliki. Á síðasta tímabili skoraði hún sjö mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni og átti stóran þátt í því að Augnablikar héldu sér uppi. Vigdís Lilja er gríðarlega hæfileikarík og gæti fengið alvöru tækifæri í liði Breiðabliks í sumar. Í besta/versta falli Breiðablik er klárlega með lið sem getur orðið Íslandsmeistari, sérstaklega ef erlendu leikmennirnir reynast sterkir. Spurningarmerkin eru þó aðeins fleiri en hjá Val. Í versta falli endar Breiðablik í 2. sæti, annað árið í röð. Bilið milli Blika og hinna liðanna er einfaldlega of mikið til að þeir fari neðar í töflunni. Valur í 1. sæti: Partýið heldur áfram á Hlíðarenda Valskonur urðu Íslandsmeistarar með öruggum hætti í fyrra.vísir/hulda margrét Þó að Valur hafi misst nokkrar kanónur frá síðustu leiktíð virðist ekki nokkur spurning að sterkasti leikmannahópur landsins er áfram á Hlíðarenda og liðið er líklegast til að enda aftur á toppnum. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn snemma í fyrra. Björninn var unninn með skallamarki Málfríðar Önnu Eiríksdóttur í 1-0 sigri gegn Breiðabliki í 14. umferð, og formsatriði fyrir Val að klára dæmið og tryggja sér endanlega titilinn í næsta leik. Hrollvekjandi 7-3 tapið gegn Blikum í maí reyndist eina tapið í deildinni á tímabilinu. Pétur Pétursson er áfram með Valsliðið og áfram staðráðinn í að hafa liðið á toppnum auk þess sem fróðlegt verður að sjá hvernig Val reiðir af í Meistaradeild Evrópu þar sem stefnan hlýtur að vera sett á riðlakeppnina, og þar með leiki fram eftir vetri. Pétur er núna með Matthías Guðmundsson sér til aðstoðar en Eiður Benedikt Eiríksson, sem gegndi mikilvægu hlutverki í þjálfarateyminu, er horfinn á brott. Valskonur eru með firnasterka varnarlínu, fyrir framan landsliðsmarkvörðinn, trausta og góða miðjumenn og besta markaskorara deildarinnar, og það hljómar eins og uppskrift að öðrum titli. En 3-0 tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum Lengjubikarsins minnti hins vegar á að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Valur Ár í deildinni: 46 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Tólf sinnum Íslandsmeistari (síðast 2021) Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari (síðast 2011) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Elín Metta Jensen, 11 mörk Liðið og lykilmenn Dóra María Lárusdóttir er hætt eftir frábært tímabil í fyrra, Fanndís Friðriksdóttir sleit krossband í hné eftir að hafa einnig verið mikilvæg seinni hluta sumars, og Lillý Rut Hlynsdóttir fór í aðgerð vegna nárameiðsla í mars og spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust. Skarð fyrir skildi en við erum samt að tala um svo rosalega sterkan skjöld. Valskonur verða áfram með besta markvörð deildarinnar, landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttur, og fyrir framan hana standa sennilega tveir bestu miðverðir landsins. Mist Edvardsdóttir var alla vega víða valin besti leikmaður deildarinnar í fyrra og Arna Sif Ásgrímsdóttir, mætt frá Þór/KA í annað sinn á ferlinum, verður við hlið hennar. Þá er landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir hægri bakvörður og vinstra megin berjast Málfríður og Anna Rakel Pétursdóttir, sem nú er heil heilsu að nýju, um stöðuna. Sem sagt frábær varnarlína, þrátt fyrir að Mary Alice Vignola sé farin í bandarísku deildina. Elín Metta Jensen var að vanda markahæst hjá Val í fyrra og ætlar að vera með liðinu í sumar þrátt fyrir orðróm um að hún væri að hætta.vísir/hulda margrét Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er svo að snúa aftur til að stýra liðinu á miðjunni, eftir að hafa eignast barn í fyrra, en missir þó af leiknum í kvöld líkt og Málfríður vegna meiðsla. Lára Kristín Pedersen átti frábæra innkomu í liðið um mitt mót í fyrra og Ásdís Karen Halldórsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir nýttu vel að fá stórt hlutverk í liðinu. Fremst er Elín Metta, þrátt fyrir eitthvað tal um að hún hafi ætlað að leggja skóna á hilluna, og Bryndís Arna Níelsdóttir er svo mætt frá Fylki til að styðja við hana en hefur reyndar verið meidd síðustu vikur. Lykilmenn Vals Sandra Sigurðardóttir, 35 ára markvörður Mist Edvardsdóttir, 31 árs varnarmaður Elín Metta Jensen, 26 ára sóknarmaður Fylgist með Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fær væntanlega tækifæri á öðrum kantinum hjá Val í upphafi móts en fær vissulega mikla samkeppni, til að mynda frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Sólveig er orðin 21 árs og þessi fljóti og öflugi leikmaður þarf núna að sýna hæfileika sem hún hefur í fleiri leikjum og gæti sprungið almennilega út í sumar. Í besta/versta falli Við búumst við því að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn og í besta falli vinnur liðið líka bikarkeppnina og kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Samkeppnin við Breiðablik gæti hins vegar orðið mikil og í versta falli endar Valur í 2. sæti, missir einnig af bikarmeistaratitlinum og fellur úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Breiðablik Ár í deildinni: 34 tímabil í röð í efstu deild (1989-) Besti árangur: Átján sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2020) Best í bikar: Tólf sinnum bikarmeistari (síðast 2021) Sæti í fyrra: 2. sæti Þjálfari: Ásmundur Arnarsson (1. tímabil) Markahæst í fyrra: Agla María Albertsdóttir, 12 mörk
Lykilmenn Breiðabliks Natasha Anasi, 30 ára miðvörður Karitas Tómasdóttir, 26 ára miðjumaður Hildur Antonsdóttir, 26 ára miðjumaður
Valur Ár í deildinni: 46 tímabil í röð í efstu deild (1977-) Besti árangur: Tólf sinnum Íslandsmeistari (síðast 2021) Best í bikar: Þrettán sinnum bikarmeistari (síðast 2011) Sæti í fyrra: 1. sæti Þjálfari: Pétur Pétursson (5. tímabil) Markahæst í fyrra: Elín Metta Jensen, 11 mörk
Lykilmenn Vals Sandra Sigurðardóttir, 35 ára markvörður Mist Edvardsdóttir, 31 árs varnarmaður Elín Metta Jensen, 26 ára sóknarmaður
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Stuð á Suðurlandi og Stjarnan skín Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Selfoss og Stjarnan endi í 4. og 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 25. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hetjur snúa heim í norður en uppbyggingin í Dalnum á enda Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Þór/KA og Þróttur Reykjavík endi í 6. og 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 24. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 23. apríl 2022 10:00
Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 22. apríl 2022 10:00