Kópavogur er vinur minn Gunnar Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun