Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi? Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Ný þjóðarhöll á að taka við hlutverki Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna og hefur auk þess verið ónothæf síðan í nóvember 2020 vegna vatnsskemmda. Vísir/Egill Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri. Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér. Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér.
Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01