„Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Hafdís hefur menntað sig í tengslum við svefnvenjur barna. Það kannast eflaust margir foreldrar við svefnlausar nætur með ungabarn og oft á tíðum eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvernig þeir eiga snúa sér í þeim málum. Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira