Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 20. apríl 2022 20:31 Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun