„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2022 18:16 Guðmundur Guðmundsson hefur komið Íslandi á fjórtán stórmót. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag. „Ég var mjög sáttur með hvernig leikmennirnir framkvæmdu þetta. Þvílík fagmennska og karakter. Ég var mjög sáttur fyrir utan kannski fyrstu 7-8 mínúturnar í vörninni. Sóknin var góð allan leikinn. Vörnin varð stórkostleg eftir því sem leið á leikinn og það var unun að fylgjast með baráttunni í vörninni. Markvarslan var svo frábær,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leik. „Nýir menn komu inn á, allir stimpluðu sig inn og settu mark sitt á leikinn. Þannig ég er mjög ánægður með hvernig þetta var framkvæmt. Það er svo mikið í húfi, HM-sæti, og það má ekkert klikka. Menn tóku þetta mjög föstum tökum, voru einbeittir og þá verður niðurstaðan svona.“ Guðmundur segir að frammistaðan í umspilsleikjunum tveimur hafi verið jákvætt framhald af frammistöðu Íslands á EM í janúar. „Ég verð að segja að þetta er mjög jákvætt. Oft er það þannig að þegar þú stendur þig vel getur næsta verkefni orðið erfitt. En hópurinn var staðráðinn í að standa sig og gera vel. Það er frábært að fylgjast með leikmönnum á æfingum og aðdraganda leikjanna. Svo verð ég að segja að stemmningin var stórkostleg og þakka áhorfendum fyrir geggjaða stemmningu. Maður fékk gæsahúð mörgum sinnum,“ sagði Guðmundur. Hann hefur nú komið Íslandi á fjórtán stórmót, eitthvað sem hann er mjög hreykinn af. „Ég er mjög stoltur af því að taka þátt í því. Þetta er einstök tilfinning og ég hlakka rosalega til að fara með liðið á næsta HM. Við erum til alls líklegir, ætlum að halda áfram að vinna, vera einbeittir og mæta sterkir á næsta stórmót,“ sagði Guðmundur að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
„Ég var mjög sáttur með hvernig leikmennirnir framkvæmdu þetta. Þvílík fagmennska og karakter. Ég var mjög sáttur fyrir utan kannski fyrstu 7-8 mínúturnar í vörninni. Sóknin var góð allan leikinn. Vörnin varð stórkostleg eftir því sem leið á leikinn og það var unun að fylgjast með baráttunni í vörninni. Markvarslan var svo frábær,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leik. „Nýir menn komu inn á, allir stimpluðu sig inn og settu mark sitt á leikinn. Þannig ég er mjög ánægður með hvernig þetta var framkvæmt. Það er svo mikið í húfi, HM-sæti, og það má ekkert klikka. Menn tóku þetta mjög föstum tökum, voru einbeittir og þá verður niðurstaðan svona.“ Guðmundur segir að frammistaðan í umspilsleikjunum tveimur hafi verið jákvætt framhald af frammistöðu Íslands á EM í janúar. „Ég verð að segja að þetta er mjög jákvætt. Oft er það þannig að þegar þú stendur þig vel getur næsta verkefni orðið erfitt. En hópurinn var staðráðinn í að standa sig og gera vel. Það er frábært að fylgjast með leikmönnum á æfingum og aðdraganda leikjanna. Svo verð ég að segja að stemmningin var stórkostleg og þakka áhorfendum fyrir geggjaða stemmningu. Maður fékk gæsahúð mörgum sinnum,“ sagði Guðmundur. Hann hefur nú komið Íslandi á fjórtán stórmót, eitthvað sem hann er mjög hreykinn af. „Ég er mjög stoltur af því að taka þátt í því. Þetta er einstök tilfinning og ég hlakka rosalega til að fara með liðið á næsta HM. Við erum til alls líklegir, ætlum að halda áfram að vinna, vera einbeittir og mæta sterkir á næsta stórmót,“ sagði Guðmundur að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira