Foreldrar í Fortnite um páskana María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 09:00 Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun