Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 07:49 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47
Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30