Sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr búa í fjölbýlishúsi á Eggertsgötu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2022 08:01 Hundurinn Alfons er mikil félagsvera og var æstur í sjónvarpsviðtal. elisabet inga Í fjölbýli á Eggertsgötu búa að minnsta kosti sex hundar og tveir kettir. Þeir búa með eigendum sínum á háskólasvæðinu sem hafa tengst vináttuböndum vegna dýranna. Í Laugardalnum má finna Húsdýragarðinn en á Eggertsgötu má finna Dýragarða eftir að Félagsstofnun stúdenta leyfði dýrahald í nokkrum fjölbýlishúsum. Á myndbandinu má sjá að fyrir aftan fréttamann búa að minnsta kosti sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr. Námsmenn við Háskóla Íslands hafa lengi kallað eftir því að dýrahald verði leyft á stúdentagörðunum. Félagsstofnun stúdenta tók af skarið og opnaði svokallaðan Dýragarð í einu húsanna fyrir tveimur árum en nýlega bætti stofnunin einni byggingu við. View this post on Instagram A post shared by Félagsstofnun stúdenta (@felagsstofnunstudenta) Hér fyrir ofan má sjá dýrin sem búa á dýragörðum. Einn af íbúum dýragarða er Alfons sem var heldur betur spenntur fyrir sjónvarpsviðtali og vildi ólmur tjá sig um lífið á görðunum. Eigendur Alfons segja að eftir að dýrahald var leyft hafi skapast mikið líf í fjölbýlishúsinu og nágrannarnir kynnst betur. „Já heldur betur. Ég þekkti ekki alla sem bjuggu í byggingunni en nú þekki ég alla sem eiga hund,“ sagði Markús Leví Stefánsson, nemi við Háskóla Íslands og eigandi Alfons. Mikill félagsskapur Dýrin njóta einnig góðst af félagsskap hvers annars. „Þeir leika mjög mikið saman allir hundarnir. Svo er alla vegana einn köttur sem kemur reglulega á gluggann hjá okkur og kíkir inn. Þá fara þeir í störukeppni,“ sagði Emilía Björt Írisardóttir, nemi við Háskóla Íslands og eigandi Alfons. „Það er auðvitað krefjandi að ala upp hvolp samhliða námi en það er svo æðislegt að hafa aðeins afsökun til þess að stíga aðeins út og labba aðeins með þennan ólátabelg,“ sagði Markús. Dýr Háskólar Gæludýr Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Í Laugardalnum má finna Húsdýragarðinn en á Eggertsgötu má finna Dýragarða eftir að Félagsstofnun stúdenta leyfði dýrahald í nokkrum fjölbýlishúsum. Á myndbandinu má sjá að fyrir aftan fréttamann búa að minnsta kosti sex hundar, tveir kettir og fleiri dýr. Námsmenn við Háskóla Íslands hafa lengi kallað eftir því að dýrahald verði leyft á stúdentagörðunum. Félagsstofnun stúdenta tók af skarið og opnaði svokallaðan Dýragarð í einu húsanna fyrir tveimur árum en nýlega bætti stofnunin einni byggingu við. View this post on Instagram A post shared by Félagsstofnun stúdenta (@felagsstofnunstudenta) Hér fyrir ofan má sjá dýrin sem búa á dýragörðum. Einn af íbúum dýragarða er Alfons sem var heldur betur spenntur fyrir sjónvarpsviðtali og vildi ólmur tjá sig um lífið á görðunum. Eigendur Alfons segja að eftir að dýrahald var leyft hafi skapast mikið líf í fjölbýlishúsinu og nágrannarnir kynnst betur. „Já heldur betur. Ég þekkti ekki alla sem bjuggu í byggingunni en nú þekki ég alla sem eiga hund,“ sagði Markús Leví Stefánsson, nemi við Háskóla Íslands og eigandi Alfons. Mikill félagsskapur Dýrin njóta einnig góðst af félagsskap hvers annars. „Þeir leika mjög mikið saman allir hundarnir. Svo er alla vegana einn köttur sem kemur reglulega á gluggann hjá okkur og kíkir inn. Þá fara þeir í störukeppni,“ sagði Emilía Björt Írisardóttir, nemi við Háskóla Íslands og eigandi Alfons. „Það er auðvitað krefjandi að ala upp hvolp samhliða námi en það er svo æðislegt að hafa aðeins afsökun til þess að stíga aðeins út og labba aðeins með þennan ólátabelg,“ sagði Markús.
Dýr Háskólar Gæludýr Reykjavík Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira