Bjarga geðdeildir lífi fólks eða hvað? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. apríl 2022 09:00 Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Heilbrigðismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun