Ljósleiðaradeildinni lokið: Dusty meistarar enn og aftur Snorri Rafn Hallsson skrifar 2. apríl 2022 17:01 21. og síðustu umferð Ljósleiðaradeildarinnar lauk í gærkvöldi með sigri Dusty á Vallea. Leikir vikunnar Fylkir – Saga Það var mikið í húfi fyrir Fylki þegar liðið mætti Sögu á þriðjudagskvöldið í Nuke. Tap þýddi að Fylkir félli beinustu leið niður í fyrstu deild. Saga fór vel af stað og vann fyrstu fjórar loturnar áður en Fylkir náði að minnka muninn örlítið. Saga var einfaldlega miklu betri og vann átta lotur í röð þar sem ekkert gekk hjá Fylki og var staðan í hálfleik 13–2 fyrir Sögu. Síðari hálfleikur var örlítið betri hjá Fylki þar sem þeim tókst að vinna fimm lotur en Saga átti ekki langt í land og kláraði leikinn 16–7. Þór – Kórdrengir Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Þór á móti Kórdrengjum í Inferno. Eftir úrslitin í fyrri leik kvöldsins var ljóst að Kórdrengir myndu enda í umspilssætinu, en liðið fór vel af stað sókninni. Kórdrengir unnu fyrstu þrjár loturnar en Þórsarar voru snöggir að jafna og koma sér yfir. Kórdrengir fengu lítið pláss á kortinu og fundu hvergi færi á Þórsurum sem röðuðu hverri lotunni inn á fætur annarri. Staðan í hálfleik var því 10–5 fyrir Þór. Stefndi allt í að Þórsarar yrði fljótir að ljúka leiknum í síðari hálfleik en Kórdrengir áttu góðan sprett þar sem þeim tókst að halda lífi í leiknum um stund áður en þreföld fella frá Rean innsiglaði sigurinn fyrir Þór, 16–10. XY – Ármann Á föstudagskvöldið mættust svo XY og Ármann í Ancient kortinu sem kom nýtt inn á þessu tímabili og hafði einungis einu sinni verið spilað áður, þegar Ármann tapaði 16–3 fyrir Dusty í fyrsta leik tímabilsins. Ármann hefur bætt sig mikið frá þeim ósigri og voru árásargjarnir og þekktu kortið vel. Tókst þeim að setja saman virkilega góðan sóknarhálfleik í korti sem alla jafna hentar varnarleiknum betur. Staðan í hálfleik var 10–5 fyrir Ármanni. Varnarleikur Ármanns var engu síðri og náði XY einungis tveimur lotum í síðari hálfleik. Úrslitin: Ármann 15 – 7 XY. Dusty - Vallea Í lokaleik umferðarinnar mættust svo Dusty og Vallea í Inferno. Dusty var búið að vinna deildina en með sigri gat Vallea laumað sér upp fyrir Þór og endað í öðru sæti deildarinnar. Í fyrri hálfleik var eins og Vallea hefði engan áhuga á að leggja neitt í leikinn og einkenndi andleysi liðið á meðan Dusty sýndi sínar bestu hliðar og komst í 8–0. Undir lokin lifnaði örlítið yfir Vallea en Dusty hafði enn tökin. Staðan í hálfleik var því 12–3 fyrir Dusty. Vallea náði þó að nýta meðbyrinn og snúa leiknum við í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en sóknin og á tímabili skildu einungis þrjú stig liðin að. Dusty vantaði þó ekki mikið upp á til að vinna leikinn og Thor átti stórleik sem skilaði liðinu að lokum sigri, 16–12. Staðan Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022 og vann liðið 19 af 21 leik. Þór endaði í öðru sæti en Vallea fylgdi fast á hæla þeirra. Fjórða sætið sem einnig veitir þátttökurétt á Stórmeistaramótinu féll svo í hlut Ármanns. XY og Saga enduðu í fimmta og sjötta sæti og taka því þátt í áskorendamótinu. Góður lokasprettur Kórdrengja á tímabilinu bjargaði þeim frá beinu falli niður í fyrstu deild og mun liðið því leika gegn Tension upp á hvort liðið verður í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Fylkir reka svo lestina í áttunda sæti og fellur því niður um deild. Maður tímabilsins Sá leikmaður sem hlýtur þann heiður að vera maður tímabilsins er Thor, leikmaður Dusty. Eftir brottför StebbaC0C0 tók Thor við vappahlutverkinu í liðinu og sinnti því með prýði. Þar að auki stóð hann sig afar vel undir pressu og er vel að titlinum kominn. Næstu mót Þó deildinni sé lokið þurfa aðdáendur CS:GO ekki að örvænta því tvö stór mót fara fram í apríl og verða Íslandsmeistararnir krýndir áður en keppnin fer í sumarfrí. Áskorendamótið fer fram helgina 9.-10. apríl. Stórmeistaramótið fer svo fram yfir tvær helgar og er dagskráin eftirfarandi: 23.-24. apríl: 8 liða úrslit 29. apríl: Undanúrslit 30. apríl: Úrslit Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Kórdrengir Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Fylkir – Saga Það var mikið í húfi fyrir Fylki þegar liðið mætti Sögu á þriðjudagskvöldið í Nuke. Tap þýddi að Fylkir félli beinustu leið niður í fyrstu deild. Saga fór vel af stað og vann fyrstu fjórar loturnar áður en Fylkir náði að minnka muninn örlítið. Saga var einfaldlega miklu betri og vann átta lotur í röð þar sem ekkert gekk hjá Fylki og var staðan í hálfleik 13–2 fyrir Sögu. Síðari hálfleikur var örlítið betri hjá Fylki þar sem þeim tókst að vinna fimm lotur en Saga átti ekki langt í land og kláraði leikinn 16–7. Þór – Kórdrengir Í síðari leik þriðjudagskvöldsins tók Þór á móti Kórdrengjum í Inferno. Eftir úrslitin í fyrri leik kvöldsins var ljóst að Kórdrengir myndu enda í umspilssætinu, en liðið fór vel af stað sókninni. Kórdrengir unnu fyrstu þrjár loturnar en Þórsarar voru snöggir að jafna og koma sér yfir. Kórdrengir fengu lítið pláss á kortinu og fundu hvergi færi á Þórsurum sem röðuðu hverri lotunni inn á fætur annarri. Staðan í hálfleik var því 10–5 fyrir Þór. Stefndi allt í að Þórsarar yrði fljótir að ljúka leiknum í síðari hálfleik en Kórdrengir áttu góðan sprett þar sem þeim tókst að halda lífi í leiknum um stund áður en þreföld fella frá Rean innsiglaði sigurinn fyrir Þór, 16–10. XY – Ármann Á föstudagskvöldið mættust svo XY og Ármann í Ancient kortinu sem kom nýtt inn á þessu tímabili og hafði einungis einu sinni verið spilað áður, þegar Ármann tapaði 16–3 fyrir Dusty í fyrsta leik tímabilsins. Ármann hefur bætt sig mikið frá þeim ósigri og voru árásargjarnir og þekktu kortið vel. Tókst þeim að setja saman virkilega góðan sóknarhálfleik í korti sem alla jafna hentar varnarleiknum betur. Staðan í hálfleik var 10–5 fyrir Ármanni. Varnarleikur Ármanns var engu síðri og náði XY einungis tveimur lotum í síðari hálfleik. Úrslitin: Ármann 15 – 7 XY. Dusty - Vallea Í lokaleik umferðarinnar mættust svo Dusty og Vallea í Inferno. Dusty var búið að vinna deildina en með sigri gat Vallea laumað sér upp fyrir Þór og endað í öðru sæti deildarinnar. Í fyrri hálfleik var eins og Vallea hefði engan áhuga á að leggja neitt í leikinn og einkenndi andleysi liðið á meðan Dusty sýndi sínar bestu hliðar og komst í 8–0. Undir lokin lifnaði örlítið yfir Vallea en Dusty hafði enn tökin. Staðan í hálfleik var því 12–3 fyrir Dusty. Vallea náði þó að nýta meðbyrinn og snúa leiknum við í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en sóknin og á tímabili skildu einungis þrjú stig liðin að. Dusty vantaði þó ekki mikið upp á til að vinna leikinn og Thor átti stórleik sem skilaði liðinu að lokum sigri, 16–12. Staðan Dusty eru sigurvegarar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO 2021–2022 og vann liðið 19 af 21 leik. Þór endaði í öðru sæti en Vallea fylgdi fast á hæla þeirra. Fjórða sætið sem einnig veitir þátttökurétt á Stórmeistaramótinu féll svo í hlut Ármanns. XY og Saga enduðu í fimmta og sjötta sæti og taka því þátt í áskorendamótinu. Góður lokasprettur Kórdrengja á tímabilinu bjargaði þeim frá beinu falli niður í fyrstu deild og mun liðið því leika gegn Tension upp á hvort liðið verður í Ljósleiðaradeildinni á næsta tímabili. Fylkir reka svo lestina í áttunda sæti og fellur því niður um deild. Maður tímabilsins Sá leikmaður sem hlýtur þann heiður að vera maður tímabilsins er Thor, leikmaður Dusty. Eftir brottför StebbaC0C0 tók Thor við vappahlutverkinu í liðinu og sinnti því með prýði. Þar að auki stóð hann sig afar vel undir pressu og er vel að titlinum kominn. Næstu mót Þó deildinni sé lokið þurfa aðdáendur CS:GO ekki að örvænta því tvö stór mót fara fram í apríl og verða Íslandsmeistararnir krýndir áður en keppnin fer í sumarfrí. Áskorendamótið fer fram helgina 9.-10. apríl. Stórmeistaramótið fer svo fram yfir tvær helgar og er dagskráin eftirfarandi: 23.-24. apríl: 8 liða úrslit 29. apríl: Undanúrslit 30. apríl: Úrslit Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Kórdrengir Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira