Rauða fjöðrin og hundar sem eru ekki gæludýr Anna Lára Steindal skrifar 2. apríl 2022 09:00 Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Dýr Hundar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa Lionshreyfingin og Blindrafélagið fyrir söfnunarátaki undir yfirskriftinni „Rauða fjöðrin“ með því einmitt að selja barmmerki í formi rauðrar fjöður. Ágóði söfnunarinnar rennur til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins, en hún markar upphafið að þriggja ára verkefni Blindrafélagsins sem hefur það að markmiði að fjölga leiðsöguhundum á Íslandi. Fyrir rúmum þremur árum bættist leiðsöguhundurinn Gaur við fjölskylduna mína sem ómetanlegur félagi og hjálparhella bróður míns sem er sjónskertur. Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með þessum tveimur samrýmdu félögum stilla sig saman og það er ótrúlegt hversu mjög það hefur aukið lífsgæði og sjálfstæði bróður míns. Auðvitað er Gaur yndið okkar allra sem gleður okkur alla daga með sínu stillta fasi og augljósu tryggð við bróður minn. Leiðsöguhundar eru ekki gæludýr. Þeir fara í gegnum stranga þjálfun áður en þeir taka til starfa og eru skilgreindir sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta. Þetta þýðir að um þá gilda aðrar samskiptareglur og reglur almennt en um aðra hunda. Samkvæmt 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti (nr. 941/2002) má leiðsöguhundur til dæmis fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í reglugerðinni segir jafnframt: „Heimilt er fötluðu, blindu eða sjónskertu fólki að hafa með sér hjálpar-/leiðsöguhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús. Hundurinn skal merktur sem hjálpar-/ leiðsöguhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd er heimilt, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar að veita undanþágu til að halda hunda, ketti og önnur gæludýr á heilbrigðis- og meðferðastofnunum.“ Tvær einfaldar reglur Leiðsöguhundar eru ekki mjög algengir á Íslandi og því er kannski eðlilegt að mörg okkar kunni ekki að umgangast þá eða að ekki allir séu meðvitaðir um sérstöðu þeirra. Ég hef til dæmis ítrekað orðið vitni að því að Gaur og bróður mínum er meinaður aðgangur þar sem þeir mega reglum samkvæmt fara. Það er mikilvægt að allir þekki sérstöðu leiðsöguhunda því það skapar óþarfa hindranir, álag, mismunun og leiðindi þegar einstaklingi er vísað frá með leiðsöguhund vegna vanþekkingar á reglugerð. Auk þess sem það er hreinlega brot á mannréttindum. Um leiðsöguhunda gilda líka aðrar samskiptareglur en hunda almennt. Þeir eru þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en margir þeirra eru líka mannelskir og félagslyndir. Þeir gefa sig yfirleitt ekki að fólki að fyrra bragði en túlka augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti. Þess vegna er mikilvægt að veita leiðsöguhundum ekki slíka athygli þegar við mætum þeim á förnum vegi. Það ruglar hundana í vinnunni svo þeir missa fókusinn sem hefur truflandi áhrif á notandann. Svona álíka og ef einhver sparkaði í hvíta stafinn. Þumalputtareglan er að gefa sig aldrei að leiðsöguhundum nema með leyfi notanda og muna alltaf eftir því að spyrja viðkomandi hvort það sé í lagi að gefa sig að hundinum. Leiðsöguhundar eru vel þjálfaðir og eiga auðvelt með að vinna í fjölmenni sem svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast þá. Um leið og ég hvet alla til þess að kaupa rauðu fjöðrina og styrkja þar með þetta mikilvæga verkefni bið ég ykkur líka um að tileinka ykkur þessar tvær einföldu reglur í samskiptum við leiðsöguhunda. Í fyrsta lagi: Leiðsöguhundur má fara með notanda sínum á alla staði sem opnir eru almenningi. Í öðru lagi:Aldrei veita leiðsöguhundi athygli eða gefa þig að honum nema með leyfi notanda. Það væri fràbært ef þið væruð til í að kaupa rauðu fjöðrina – og láta svo orðið berast til að auðvelda leiðsöguhundum og notandum samstarfið. Höfundur er aðstandandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun